Fréttir - 

04. september 2019

Kaupmáttur meðallauna á Íslandi hæstur meðal OECD-ríkja

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Kaupmáttur meðallauna á Íslandi hæstur meðal OECD-ríkja

Meðallaun á Íslandi voru hæst meðal OECD-ríkjanna árið 2018. Meðallaunin voru 66.500 Bandaríkjadollarar en næst komu Lúxemborg með tæplega 65.500 og síðan Sviss með rúmlega 64.000 dollara. Meðallaun á öðrum Norðurlöndum voru allmiklu lægri eða rúmlega 55.000 í Danmörku, 51.000 í Noregi og 44.000 í Svíþjóð og Finnlandi.

Meðallaun á Íslandi voru hæst meðal OECD-ríkjanna árið 2018. Meðallaunin voru 66.500 Bandaríkjadollarar en næst komu Lúxemborg með tæplega 65.500 og síðan Sviss með rúmlega 64.000 dollara. Meðallaun á öðrum Norðurlöndum voru allmiklu lægri eða rúmlega 55.000 í Danmörku, 51.000 í Noregi og 44.000 í Svíþjóð og Finnlandi.

Samanburðurinn er gerður í kaupmáttarleiðréttum Bandaríkjadollurum þannig að tekið er tillit til mismunandi verðlags í ríkjunum og endurspegla launatölurnar því hversu mikið fæst af vörum og þjónustu fyrir launin.

Árið 2017 voru meðallaunin svo reiknuð næst hæst á Íslandi, á eftir Lúxemborg og árið 2016 voru þau þriðju hæst á eftir Lúxemborg og Sviss.

Samtök atvinnulífsins