Menntamál - 

19. janúar 2017

Ísl(enskan)

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Ísl(enskan)

Samtök atvinnulífsins leggja til að allt að tveimur milljörðum króna verði varið á næstu 5-7 árum til að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar. Tungumálið er í hættu vegna nýrrar tækni en fólk mun nota röddina í auknum mæli til að stýra hvers kyns tækjum og tólum á næstu árum en vandinn er sá að tækin skilja ekki íslensku. Til að snúa vörn í sókn þarf atvinnulífið, skólasamfélagið og stjórnvöld að bregðast skjótt við ef enskan á ekki að taka íslenskuna yfir.

Samtök atvinnulífsins leggja til að allt að tveimur milljörðum króna verði varið á næstu 5-7 árum til að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar. Tungumálið er í hættu vegna nýrrar tækni en fólk mun nota röddina í auknum mæli til að stýra hvers kyns tækjum og tólum á næstu árum en vandinn er sá að tækin skilja ekki íslensku. Til að snúa vörn í sókn þarf atvinnulífið, skólasamfélagið og stjórnvöld að bregðast skjótt við ef enskan á ekki að taka íslenskuna yfir.

Íslensk máltækni verður í kastljósinu á Menntadegi atvinnulífsins þar sem varpað verður ljósi á þetta brýna verkefni samfélagsins.

Bylting
Hröð þróun á sér stað í heiminum í dag en það er nauðsynlegt að byggja upp innviði til að íslenskan geti verið fullgild í stafrænum heimi. Atvinnulífið gegnir lykilhlutverki til að þegar kemur að nýsköpun og þróun á máltækni en að mati SA þarf að verja 200-300 milljónum á ári næstu árin til að íslenskan nái sömu stöðu og tungumál nágrannalandanna.

Kannski væri réttast að tala um byltingu en árið 2018 verða alls kyns nettengd tæki fleiri en farsímar í heiminum. Því er spáð að innan þriggja ára verði nettengd tæki í heiminum 30 milljarðar og raddstýring þeirra verður regla en ekki undantekning. Tímarnir breytast og tæknin með og raddstýrður veruleiki er skammt undan.

Eykur framleiðni
Fjárfesting í máltækni snýst ekki eingöngu um raddstýringu heldur einnig um texta og sjálfvirkar þýðingar af erlendum tungumálum á íslensku. Máltækni er ein af nýjum stoðum framleiðniaukningar til framtíðar því sjálfvirkar þýðingar munu nýtast í öllum viðskiptum sem verða öruggari og hraðari. Vélrænar málfarslöggur munu jafnframt taka völdin og leiðrétta málfar, stafsetningu og beygingar. Íslenskunni verður viðhaldið sem megintungu í atvinnulífinu ef brugðist er við nú þegar en tíminn hleypur frá okkur.

Menntadagur atvinnulífsins 2017 er 2. febrúar og verður helgaður máltækni en þar mun fara fram samtal atvinnulífs, stjórnmála og háskóla. Dagurinn er öllum opinn en nauðsynlegt er að skrá þátttöku á vef SA.

Tengt efni:

Menntadagur atvinnulífsins 2017 – dagskrá og skráning

undefined

Samtök atvinnulífsins