07. nóvember 2024

Í beinni: SOS - Kosningafundur atvinnulífsins

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Í beinni: SOS - Kosningafundur atvinnulífsins

Höldum okkur við aðalatriðin

Næsta vaxtarskeið Íslands er háð stöðugleika, orku og samkeppnishæfni.

Við Íslendingar höfum tækifæri til að marka framtíð Íslands og næstu vikur skipta sköpum fyrir komandi ár. Ef efnahagslegur stöðugleiki, græn orkuöflun og samkeppnishæfni atvinnulífsins verða sett á dagskrá þann 30. nóvember þegar við göngum til kosninga, munum við um leið leggja grunninn að næsta vaxtarskeiði Íslands.

Á kosningafundi atvinnulífsins er ljósi varpað á framtíðarsýn atvinnulífsins og hvernig þær ríma við áherslur ólíkra flokka. Þá er m.a. farið yfir niðurstöður oddvitakönnunar.

Umræðustjórar fundarins eru Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins og Ísak Einar Rúnarsson, forstöðumaður málefnasviðs Samtaka atvinnulífsins.

Formenn flokka sem taka þátt í umræðum:

  • Bjarni Benediktsson
  • Inga Sæland
  • Kristrún Frostadóttir
  • Sigurður Ingi Jóhannsson
  • Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
  • Svandís Svavarsdóttir
  • Þórhildur Sunna Ævarsdóttir
  • Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir

Hér má fylgjast með fundinum í beinu streymi kl. 12:00:

Samtök atvinnulífsins