1 MIN
Gallup: Hvað ber í milli?
Gallup könnun um viðhorf til orku- og loftslagsmála
Niðurstöður Gallup könnunarinnar á meðal félagsmanna SA og viðhorfshóps Gallup í september 2024. - Heimildir Gallup
Töluvert ber í milli atvinnulífs og almennings þegar kemur að því að telja sig upplýst um stöðu orkumála á Íslandi. Þar telur 61% atvinnulífs sig frekar eða mjög vel upplýst um stöðu orkumála samanborið við 29% almennings. Þá er 68% atvinnulífs frekar eða mjög sammála þeirri fullyrðingu að það sé orkuskortur á Íslandi á meðan 36% almennings er frekar eða mjög sammála.
Hins vegar kveður við meiri samtaka tón þegar spurt er um afstöðu til aukinnar, grænnar orkuframleiðslu á Íslandi. Þar ber lítið í milli atvinnulífs og almennings en 91% atvinnulífs og 83% almennings eru fylgjandi.
Þá er meirihluti almennings fylgjandi þeirri reglu að nýta eigi allar auðlindir Íslands á meðan það er mögulegt.
Þegar spurt er hvert hlutfall grænnar orkunotkunar á Íslandi er, er áhugavert að sjá að yfirgnæfandi meirihluti svarenda telur hlutfallið mun lægra en það er í raun, en hið rétta er um 87%.
70% almennings segir mikilvægt að auka græna orkuframleiðslu á Íslandi til þess að halda orkuverði lágu á meðan 75% atvinnulífs segir það mikilvægt til að tryggja tækifæri til verðmætasköpunar. Meirihluti almennings og atvinnulífs segir það skipta miklu máli að Ísland nái kolefnishlutleysi en þegar spurð hvenær það sé æskilegt í tíma telja 59% almennings æskilegt að Ísland nái kolefnishlutleysi árið 2040 eða fyrr en innan við helmingur, eða 44% fyrirtækja.
Að endingu er meirihluti almennings ekki sáttur við að skattar eða gjöld hækki til þess að við getum verndað umhverfið betur.