Efnahagsmál - 

24. september 2020

Gömul lögmál gilda enn

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Gömul lögmál gilda enn

Um þessar mundir keppast margir við að leita greiðustu leiðarinnar út úr Kórónukreppunni. Einhverjir hafa nefnt í því samhengi að sú leið felist í launahækkunum svo hægt sé að örva einkaneyslu. Í því sjónarmiði er hins vegar horft fram hjá þeim vanda sem við stöndum frammi fyrir. Veruleg skerðing á starfsemi ýmissa undirstöðu atvinnugreina hefur dregið úr framleiðni í þjóðarbúinu. Undir slíkum kringumstæðum er sérstaklega erfitt að rökstyðja launahækkanir.

Um þessar mundir keppast margir við að leita greiðustu leiðarinnar út úr Kórónukreppunni. Einhverjir hafa nefnt í því samhengi að sú leið felist í launahækkunum svo hægt sé að örva einkaneyslu. Í því sjónarmiði er hins vegar horft fram hjá þeim vanda sem við stöndum frammi fyrir. Veruleg skerðing á starfsemi ýmissa undirstöðu atvinnugreina hefur dregið úr framleiðni í þjóðarbúinu. Undir slíkum kringumstæðum er sérstaklega erfitt að rökstyðja launahækkanir.

Gengi krónunnar hefur veikst um 15% það sem af er ári, sem hefur meðal annars leitt til hærra vöruverðs í matarkörfunni, en verð innlendra vara hefur einnig hækkað. 

Samkvæmt könnun sem Gallup framkvæmdi fyrir Samtök atvinnulífsins og Seðlabanka Íslands í maí á þessu ári voru stjórnendur 400 stærstu fyrirtækja landsins spurðir að því hvaða þættir þeir teldu að hefðu mest áhrif til hækkunar á verði vöru og þjónustu fyrirtækjanna.

Niðurstaðan var skýr. Mikill meirihluti stjórnenda telur launakostnað hafa mest eða næstmest áhrif til hækkunar verðlags af þeim sjö þáttum sem nefndir voru.

Staðan hefur einungis breyst til hins verra. Nú þegar tekjur flestra fyrirtækja minnka skarpt vegna breyttrar kauphegðunar í kjölfar heimsfaraldursins ætti að liggja í augum uppi að sama og ekkert svigrúm er til launahækkana.

Samtök atvinnulífsins