1 MIN
Fræðsluferð um hæfniþróun og raunfærnimat
Fræðslumiðstöð atvinnulífsins (FA) skipulagði og stóð fyrir námsferð til Svíþjóðar dagana 21. til 24. október til að skoða umgjörð og leiðir við hæfniþróun fullorðinna og raunfærnimat. Ásamt fulltrúum frá FA var fulltrúum hagsmunaaðila boðið í ferðina með það fyrir stafni að efla samtal, samstarf og þróun á vettvangi framhaldsfræðslunnar. Markmið ferðarinnar var m.a. að fá innsýn í samstarf stjórnvalda og aðila atvinnulífsins um að vinnumarkaður Svíþjóðar verði sveigjanlegri og samkeppnishæfari til framtíðar. Að fá upplýsingar um heildarstefnu sænskra stjórnvalda varðandi sí- og endurmenntun (re- and upskilling) með áherslu á markhóp framhaldsfræðslunnar og um leið kynnast því hvernig einstakar starfsgreinar vinna með raunfærnimat fyrir fjölbreytt starfsfólk í samstarfi við þjónustu- og fræðsluaðila sem og stéttarfélög.
Á fundunum kom m.a. fram að stærsta áskorun sænskra fyrirtækja er hæfniskortur (skills shortages) þar sem 8 af 10 fyrirtækjum eiga erfitt með að finna fólk með rétta hæfni. Skortur er t.d. á fólki með starfsmenntun og stafræna hæfni. Til að mæta því eru starfsnámsleiðir þróaðar í nánu samstarfi við helstu hagaðila og miðlað áfram á sveigjanlegan hátt. Nám fer bæði fram í skóla og á vinnustað. Ennfremur var lögð mikil áhersla á að meta færniþörf til framtíðar í samráði við hagaðila í viðkomandi starfsgreinum.
Hægt er að sjá nánari samantekt úr ferðinni hér .
Fulltrúar hagsmunaaðila sem tóku þátt námsferðinni voru:
Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður Framsýnar stéttarfélags og stjórnarmaður í SGS.
Bergþóra Hrönn Guðjónsdóttir, formaður stjórnar FA og sérfræðingur fræðslumála hjá ASÍ.
Fríða Rós Valdimarsdóttir, fræðslustjóri hjá BSRB.
Finnbogi Sveinbjörnsson, formaður Verkalýðsfélags Vestfirðinga og fulltrúi SGS.
Hrafnkell Tumi Kolbeinsson, sérfræðingur á framhaldsskólastigi hjá mennt- og barnamálaráðuneytinu.
Hulda Anna Arnljótsdóttir, sérfræðingur hjá félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu.
Maj-Britt Hjördís Briem, varaformaður stjórnar FA og lögmaður á vinnumarkaðssviði hjá SA.
Ragna Vala Kjartansdóttir, skrifstofustjóri hjá Samtökum verslunar og þjónustu.
Sara Dögg Svanhildardóttir, sérfræðingur í atvinnumálum fatlaðra hjá Vinnumálastofnun.
Selma Kjartansdóttir, fræðslustjóri hjá VR og stjórnarmaður í Fræðslusjóði, stjórn FA og stjórn Mímis.
Þátttakendur og umsjónaraðilar frá FA voru Hildur Betty Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins. Haukur Harðarson, sérfræðingur hjá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins, og Fjóla María Lárusdóttir, þróunarstjóri hjá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins.