Vinnumarkaður - 

13. febrúar 2023

Efling hefur hindrað framgang lögmætrar miðlunartillögu

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Efling hefur hindrað framgang lögmætrar miðlunartillögu

„Miðlunartillagan liggur enn fyrir og það er lögbundin skylda samningsaðila að atkvæði séu greidd um hana. Niðurstaða Landsréttar, að sáttasemjari geti ekki krafist afhendingar kjörskrár til að annast sjálfur atkvæðagreiðslu, breytir ekki þeirri lagalegu skyldu samningsaðila. Efling boðar frekari verkföll í stað þess að virða ákvæði vinnulöggjafarinnar.“ - segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins

Ljóst er að Efling hefur hindrað framgang lögmætrar miðlunartillögu samkvæmt úrskurði Landsréttar fyrr í dag. Landsréttur hafnaði þar kröfu ríkissáttasemjara í inn­setn­ing­ar­máli embætt­is­ins gegn Efl­ingu um að fá af­henda kjör­skrá fé­lags­ins vegna miðlun­ar­til­lögu sem rík­is­sátta­semj­ari setti fram. Vís­ar Lands­rétt­ur í lög­skýr­ing­ar­gögn frá 1996 þar sem komi fram að ekki sé vilji lög­gjaf­ans að veita rík­is­sátta­semj­ara þau völd að geta krafið stétt­ar­fé­lag um kjör­skrá, en ASÍ hafði mót­mælt slík­um hug­mynd­um.

Efl­ing og rík­is­sátta­semj­ari gerðu sam­komu­lag fyr­ir helgi sem kveður á um að aðfar­ar­beiðni embætt­is­ins með aðstoð sýslu­manns væri frestað þangað til niðurstaða Lands­rétt­ar væri ljós. Að sama skapi gekkst Efl­ing und­ir það að af­henda kjör­skrána strax í kjöl­far úr­sk­urðar­ins ef niðurstaðan væri sátta­semj­ara í hag. Þá skuld­bundu báðir aðilar sig til þess að una úr­sk­urði Lands­rétt­ar og verður hann því ekki kærður til Hæsta­rétt­ar.

Núverandi verkfallahrina mun halda áfram að öllu óbreyttu.

Allar upplýsingar á vinnumarkaðsvef

Á vinnumarkaðsvef má kynna sér samning SGS sem liggur til grundvallar miðlunartillögu Ríkissáttasemjara sem og svör við algengum spurningum um verkföll.

Ef frekari spurningar vakna eru félagsmenn hvattir til að hafa samband við lögmenn vinnumarkaðssviðs SA.

Samningur - Verkafólk SGS (án Eflingar)

Tilboð SA til Eflingar á pólsku - Oferta kontraktu SA dla Eflingu

Kjarasamningar 2022-24

Fjöldi kjarasamninga undirritaðir 

Að undanförnu hefur verið gengið frá fjölda sérkjarasamninga og fyrirtækjaþátta kjarasamninga eftir stefnumarkandi kjarasamningum SA við stéttarfélög á almennum vinnumarkaði; Brú að bættum lífskjörum. Félagsmenn Samtaka atvinnulífsins geta nálgast kjarasamningana og leiðbeiningar um þá hér á vinnumarkaðsvef samtakanna.

Tengt frétt

Hverju tapar Eflingarfólk?
Lesa meira

Tengt frétt

Brú að bættum lífskjörum fyrir 80.000 manns
Lesa meira

Samtök atvinnulífsins