19. desember 2022

Brú að bættum lífskjörum samþykkt af aðildarfyrirtækjum SA

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Brú að bættum lífskjörum samþykkt af aðildarfyrirtækjum SA

Aðildarfyrirtæki Samtaka atvinnulífsins samþykktu kjarasamninga við Starfsgreinasamband Íslands (án Eflingar), VR, LÍV og Stéttarfélög iðn- og tæknifólks (Samiðn, RSÍ, VM, Matvís, Grafía) sem voru undirritaðir 3. og 11. desember. Þeir voru samþykktir með miklum meirihluta greiddra atkvæða. Kosningaþátttaka var góð, eða um 80% atkvæða skv. atkvæðaskrá.

Kjarasamningur SA við SGS var samþykktur af aðildarfélögum SGS með yfirgnæfandi meirihluta fyrr í dag. Kosningu meðal félagsmanna VR, LÍV, stéttarfélaga iðn- og tæknifólks og Verkalýðsfélags Grindavíkur lýkur 21. desember.

Launabreytingar SGS eru sem hér segir:

1. Kauptaxtar hækka sérstaklega og fylgir ný taxtatafla kjarasamningnum. Bil milli starfsaldursþrepa er aukið, sér í lagi vegna starfsmanna sem unnið hafa 5 ár í sama fyrirtæki (efsta þrep).

2. Launahækkun starfsmanna yfir töxtum er kr. 33.000.

3. Bónus og akkorð í fiskvinnslu hækkar um 8%. Aðrir kjaratengdir liðir kjarasamninga hækka um 5%.

Launabreytingar hjá VR/LÍV og iðn- og tæknifólki eru sem hér segir*:

1. Kauptaxtar hækka sérstaklega og fylgja nýjar taxtatöflur öllum kjarasamningum.

2. Laun starfsmanna yfir töxtum hækka um 6,75%, þó að hámarki um kr. 66.000.

3. Aðrir kjaratengdir liðir kjarasamninga hækka um 5% (t.d. fatapeningar).

* Kaupgjaldskrá vegna kjarasamninga SA við VR/LÍV og stéttarfélög iðnaðarmanna og tæknifólks eru birtar með fyrirvara um niðurstöðu atkvæðagreiðslu 21. desember 2022.

Á vinnumarkaðsvef SA má nálgast kjarasamningana og upplýsingaefni:

Kjarasamningar 2022 - 2024

Tengt frétt

Brú að bættum lífskjörum fyrir 80.000 manns
Lesa meira

Samtök atvinnulífsins