Fréttir - 

16. apríl 2018

Ársfundur atvinnulífsins 2018

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Ársfundur atvinnulífsins 2018

Framfarir í hundrað ár er yfirskrift Ársfundar atvinnulífsins 2018 en á árinu fagna landsmenn því að heil öld er frá því Ísland varð frjálst og fullvalda ríki þann 1. desember árið 1918. Á hundrað árum hefur öflugt íslenskt atvinnulíf lagt grunn að góðum lífskjörum hér á landi.

Framfarir í hundrað ár er yfirskrift Ársfundar atvinnulífsins  2018 en á árinu fagna landsmenn því að heil öld er frá því Ísland varð frjálst og fullvalda ríki þann 1. desember árið 1918. Á hundrað árum hefur öflugt íslenskt atvinnulíf lagt grunn að góðum lífskjörum hér á landi.

Fundurinn fer fram mánudaginn 16. apríl í Hörpu kl. 14-15.30. Fundurinn er öllum opinn en nauðsynlegt er að skrá þátttöku til að tryggja sér sæti.

Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður SA og forsætisráðherra Íslands, Katrín Jakobsdóttir ávarpa fundinn ásamt dr. Eamonn Butler framkvæmdastjóra, Adam Smith-stofnunarinnar í London. 

Boðið verður upp á tímaflakk á fundinum þar sem Stefán Pálsson, sagnfræðingur og hópur stjórnenda fer í skemmtilegt ferðalag um söguna og það sem hefur áunnist á hundrað árum.

Þátt taka Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, Ásthildur Otharsdóttir, stjórnarformaður Marel, Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda, Orri Hauksson, forstjóri Símans, Ragna Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar og Anna Svava Knútsdóttir, eigandi ísbúðarinnar Valdís.

Halldór Baldursson mun teikna skopmynd morgundagsins á staðnum en fundinum stýrir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA.

Aðalfundur SA fer fram í Hörpu fyrr um daginn kl. 12-13.30. 

SKRÁNING

Umsóknarferli er lokið.

Samtök atvinnulífsins