21. október 2024

Ákall um aukna norræna samvinnu

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Ákall um aukna norræna samvinnu

Á fundi formanna norrænu systursamtaka SA sem haldinn var á Íslandi í þarsíðustu viku var ákall um aukna norræna samvinnu með áherslu á samkeppnishæfni og græna framtíð, ábyrgan vinnumarkað og öryggi. Sameiginleg yfirlýsing var undirrituð þar sem kostir þess að tilheyra innri markaði ESB og alþjóðlegu viðskiptakerfi voru tíunduð.

Í yfirlýsingunni er tekið fram að Norðurlöndin hafi notið góðs af opnum og hnattvæddum heimi og að aðild þeirra að EES og innri markaði ESB hafi skipt sköpum fyrir norræn fyrirtæki á flestum sviðum. Aukin spenna innan Evrópu hafi aukið á ófyrirsjáanleika en með inngöngu Finna og Svía í NATO sé norrænt samstarf mikilvægara en nokkru sinni.

Kallað var eftir aðgerðum, þar sem lykilatriði eru dregin fram:

Samkeppnishæfni: Áhersla lögð á að draga úr reglubyrði, standa vörð um innri markaðinn og efla fjárfestingar í rannsóknum og nýsköpun til að auka framleiðni og vöxt Evrópu.

Hrein orka: Áhersla lögð á að þrýsta á Evrópu til að samræma loftslagsmarkmið við samkeppnishæfni iðnaðar með því að bjóða samkeppnishæfa orku og byggja upp hagkvæma, hreina orkuinnviði.

Vinnumarkaður: Áhersla lögð á straumlínulagaðar vinnumarkaðsreglur, sveigjanlegar menntaáætlanir og innleiðingu tæknilausna til að takast á við skort á vinnuafli og hæfni.

Viðbúnaður: Áhersla lögð á mikilvægi samvinnu ESB og NATO, eflingu varnarviðbúnaðar og samfélagslegrar seiglu með samstarfi almenna og opinbera geirans hvað varðar mikilvæga innviði í neyðarástandi.

Allar þessar aðgerðir miða að því að styrkja aðgerðir í norrænum og evrópskum efnahags-, orku- og öryggismálum svo að hægt að að skapa sjálfbæran vöxt og seiglu til lengri tíma litið.

Samtök atvinnulífsins