16. janúar 2025

Aðgát skal höfð í nærveru fjármagns

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Aðgát skal höfð í nærveru fjármagns

Skattadagur Deloitte, Samtaka atvinnulífsins og Viðskiptaráðs fór fram 14. janúar s.l. með pomp og prakt.

Skatta­dag­ur­inn er haldinn á hverju ári og hefur þátttaka síðustu ár verið frábær. Það er því ljóst að Skatta­dag­ur­inn hef­ur fest sig í sessi hjá ein­stak­ling­um og fyr­ir­tækj­um sem vilja hlýða á það nýj­asta sem er að ger­ast í skatta­mál­um hverju sinni.

Nýskipaður fjár­mála- og efna­hags­ráðherra, Daði Már Kristó­fers­son, flutti opn­un­ar­ávarp. Har­ald­ur Ingi Birg­is­son, meðeig­andi og lögmaður hjá Deloitte Legal, fór vel yfir það nýjasta í erindi sínu Skatta­laga­breyt­ing­ar og skattafram­kvæmd. María Guðjóns­dótt­ir, lög­fræðing­ur Viðskiptaráðs, hélt erindið Aðgát skal höfð í nær­veru fjár­magns. Ingvar Hjálm­ars­son, fram­kvæmda­stjóri Nox Medical, hélt er­indið Verðmæta­sköp­un með hug­vitið að vopni.

Heiðrún Björk Gísla­dótt­ir, lögmaður á mál­efna­sviði Sam­taka at­vinnu­lífs­ins, fundarstýrði deginum. Þá sögðu frumkvöðlar sögur sínar í fróðlegum innslögum þar sem skattaumhverfið var sérstaklega til umfjöllunnar. Einn þeirra var Dr. Einar Stefánsson, meðstofnandi Oculis, sem farið hefur með himinskautum í Kauphöll Íslands nýlega.

„Oculis hefur lagt hundruð milljónir dollara í þróun og tekjurnar koma árum ef ekki áratugum seinna og þarna má segja að skattaafslátturinn drýgði mjög það fé sem fór í þessa þróun. Oculis byrjaði sem hugarfóstur tveggja háskólakennara og er í dag orðið eitt af stærstu fyrirtækjunum í kauphöllinni. Ég held að það megi læra af þessu að okkar samfélag getur búið til a.m.k. eitt slíkt fyrirtæki á ári. Það fullkomlega raunhæft og við ættum að leggja grunn að því að það geti orðið.“

Samtök atvinnulífsins þakkar öllum gestum kærlega fyrir komuna.

Samtök atvinnulífsins