17. nóvember 2023

Á þitt fyrirtæki orlofsíbúð aflögu fyrir Grindvíkinga?

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Á þitt fyrirtæki orlofsíbúð aflögu fyrir Grindvíkinga?

Samtök atvinnulífsins, í samstarfi við Framkvæmdasýslu-Ríkiseignir (FSRE), hvetja fyrirtæki til þess að hlaupa undir bagga með Grindvíkingum með því að leggja til afnot af orlofshúsnæði á meðan þeim er óheimilt að snúa til síns heima. Í forgangi núna er að útvega þeim sem dvalið hafa í fjöldahjálparstöðvum og öðru bráðabirgðahúsnæði viðunandi tímabundin úrræði.

Mat á húsnæðisþörf og miðlun húsnæðisins er unnið í samvinnu við Almannavarnir og bæjaryfirvöld í Grindavík. SA munu hafa milligöngu um þessar upplýsingar og afhenda FSRE.

Athugið! Rauði krossinn er eingöngu miðlari um húsnæði. Réttarsambandið er milli eiganda húsnæðis og þeirra sem nýta það. Rauði krossinn leggur hins vegar til afnotasamning til þess að hafa skilmála um afnot húsnæðisins.

Hafi fyrirtæki kost á slíku má gjarnan skrá eignina á meðfylgjandi hlekk sem allra fyrst:

Skrá eign til afnota.

Samtök atvinnulífsins