Kaupgjaldsskrá SA
Í kaupgjaldsskrá SA eru umsamdir kauptaxtar í almennum kjarasamningum SA við landssambönd og landsfélög ASÍ. Einnig upplýsingar um reiknitölur, fatapeninga, verkfæragjald, fæðisgjald og aðra kjaratengda þætti kjarasamninga.
Kaupgjaldsskrá SA nr. 30. Gildir frá 1. janúar 2025
Kaupgjaldsskrá nr. 30 . Gildir frá 1. janúar 2025.
- Laun hækka frá 1. janúar 2025 um 3,5% en þó kr. 23.750 að lágmarki, nema annað leiði af kauptöxtum sem fylgja kjarasamningunum.
- Kauptaxtar kjarasamninga hækka sérstaklega. Því er mikilvægt að skoða launatöflur kjarasamninga ef starfsfólk fær greitt eftir lágmarkstöxtum. Sama á við um reiknitölu ákvæðisvinnu, þar sem það á við.
Kaupgjaldsskrá SA nr. 29. Gildir frá 1. febrúar 2024
Kaupgjaldsskrá nr. 29 b. Gildir frá 1. febrúar 2024 en með breytingum á kjarasamningum SA og MATVÍS sem gilda frá 1. maí 2024 (pdf).
Kaupgjaldsskrá nr. 29 a. Gildir frá 1. febrúar 2024 (pdf).
- Launabreytingar ná til almennra kjarasamninga SGS, Eflingar, Samiðnar, RSÍ, VM, Matvís, Grafíu og VR/LÍV.
- Laun hækka frá 1. febrúar 2024 um 3,25% en þó kr. 23.750 að lágmarki, nema annað leiði af kauptöxtum sem fylgja kjarasamningunum.
- Kauptaxtar kjarasamninga hækka sérstaklega. Því er mikilvægt að skoða launatöflur kjarasamninga ef starfsfólk fær greitt eftir lágmarkstöxtum. Sama á við um reiknitölu ákvæðisvinnu, þar sem það á við.
- Sjá nánar kynningu á nýjum kjarasamningum.
Kaupgjaldsskrá SA nr. 28. Gildir frá 1. nóvember 2022
Kaupgjaldsskrá nr. 28. Gildir frá 1. nóvember 2022 (pdf).
- Kjarasamningurinn er til 15 mánaða, þ.e. frá 1. nóvember 2022 til 31. janúar 2024
- Laun hækka frá 1. nóvember 2022
- Kauptaxtar kjarasamninga hækka sérstaklega
- Almenn hækkun SGS félagsfólks sem tekur laun yfir töxtum er kr. 33.000, sjá nánar kynningarefni
- Almenn hækkun hjá VR/LÍV og stéttarfélögum iðn- og tæknifólks er 6,75%, sjá nánar kynningarefni
- Lágmarkstekjutrygging hefur ekki lengur gildi
- Uppfært 13.3.2023 vegna Eflingar
Kaupgjaldsskrá SA nr. 27. Gildir frá 1. apríl 2022
Kaupgjaldsskrá nr. 27 . Gildir frá 1. apríl 2022 (pdf). Skráin verður ekki sent prentuð til félagsmanna en hér má einnig nálgast A5 útgáfu (pdf) sem prenta má út á A5 blöð eða sem booklet á A4 blöð.
- Launabreytingar 1. apríl 2022 á grundvelli hagvaxtarauka Lífskjarasamningsins. Sjá nánar í frétt SA.
- Kauptaxtar kjarasamninga hækka um kr. 10.500.
- Almenn hækkun launa er kr. 7.875.
- Lágmarkstekjutrygging er kr. 368.000 á mánuði.
Kaupgjaldsskrá SA nr. 26. Gildir frá 1. janúar 2022
Kaupgjaldsskrá nr. 26. Gildir frá 1. janúar 2022 (pdf). Skráin verður ekki sent prentuð til félagsmanna en hér má einnig nálgast A5 útgáfu (pdf) sem prenta má út á A5 blöð eða sem booklet á A4 blöð.
- Launabreytingar 1. janúar 2022:
- Kauptaxtar kjarasamninga hækka um kr. 25.000.
- Almenn hækkun launa kr. 17.250
- Hagvaxtarauki skv. Lífskjarasamningi, kr. 10.500, mun bætast við taxta frá og með 1. apríl 2022. Hærri laun hækka um kr. 7.875.
- Iðnaðarmenn eiga kost á vinnutímastyttingu í 36,25 klst. á viku (36 klst. og 15 mín.). Deilitölur og kostnaðarliðir taka mið af því í kaupgjaldsskránni en atvinnurekendur þurfa að aðlaga þær fjárhæðir ef enn eru greiddir fleiri tímar á viku eða mánuði.
- Lágmarkstekjutrygging hækkar í kr. 368.000 á mánuði.
Kaupgjaldsskrá SA nr. 25. Gildir frá 1. janúar 2021
Kaupgjaldsskrá nr. 25 . Gildir frá 1. janúar 2021 (pdf). Skráin verður ekki sent prentuð til félagsmanna en hér má einnig nálgast A5 útgáfu (pdf) sem prenta má út á A5 blöð eða sem booklet á A4 blöð.
Launabreytingar 1. janúar 2021:
- Kauptaxtar kjarasamninga hækka um kr. 24.000.
- Almenn hækkun launa kr. 15.750
- Yfirvinna 1 og 2 hjá iðnaðarmönnum, síðara þrep. Yfirvinna 1 verður 1,00% og yfirvinna 2 1,15% af mánaðarlaunum fyrir dagvinnu.
- Lágmarkstekjutrygging hækkar í kr. 351.000 á mánuði.
Kaupgjaldsskrá SA nr. 24. Gildir frá 1. apríl 2020
Kaupgjaldsskrá nr. 24. Gildir frá 1. apríl 2020 (pdf)
Launabreytingar 1. apríl 2020:
- Kauptaxtar kjarasamninga hækka um kr. 24.000.
- Almenn hækkun launa kr. 18.000
- Upptaka virks vinnutíma hjá iðnaðarmönnum. Greiddar verða 37 klst. á viku í stað 40 klst. áður og hækkar því dagvinnutímakaup um 8,33%.
- Yfirvinna 1 og 2 hjá iðnaðarmönnum, fyrra þrep. Yfirvinna 1 verður 1,02% og yfirvinna 2 1,10% af mánaðarlaunum fyrir dagvinnu.
- Lágmarkstekjutrygging hækkar í kr. 335.000 á mánuði.
Kaupgjaldsskrá SA nr. 23. Gildir frá 1. janúar 2020
Kaupgjaldsskrá nr. 23 . Gildir frá 1. janúar 2020 fyrir SGS, VR/LÍV og félög iðnaðarmanna (pdf)
Breyting frá síðustu kaupgjaldsskrá felst í lækkun deilitalna sem notaðar eru við útreikning tímakaups í dagvinnu, vegna styttingar kjarasamningsbundinnar vinnuviku verslunarmannafélaga um 45 mínútur. Engin launahækkun er 1. janúar 2020.
Kaupgjaldsskrá SA nr. 22. Gildir frá 1. apríl 2019
Kaupgjaldsskrá nr. 22 . Gildir frá 1. apríl 2019 fyrir SGS, VR/LÍV og félög iðnaðarmanna (pdf)
Launabreytingar 1. apríl 2019:
- Kauptaxtar og föst mánaðarlaun fyrir dagvinnu hækka um kr. 17.000.
- Eingreiðsla kr. 26.000 í maí 2019 sem lýtur sömu útreikningsreglum og orlofsuppbót.
- Lágmarkstekjutrygging hækkar í kr. 317.000 á mánuði.