Spurt og svarað
Hér má sjá algengar spurningar og svör um þá kjarasamninga SA 2024-2028 sem hafa verið undirritaðir; við SGS, Eflingu, Samiðn, RSÍ, VM, Matvís, Grafíu og VR/LÍV.
Kynning á Stöðugleikasamningnum 2024 - 2028
Síðan er uppfærð jafnóðum og undirritun er afstaðin. Enn á eftir að semja við fjölmörg stéttarfélög á almennum vinnumarkaði, svo sem Leiðsögn – stéttarfélag leiðsögumanna, Blaðamannafélag Íslands, SSF – Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja, Samband stjórnendafélaga, auk þess sem tugum sérkjarasamninga fyrirtækja er ólokið.
Hvenær koma launahækkanirnar til framkvæmda?
Kjarasamningarnir gilda afturvirkt frá 1. febrúar 2024 og taka þannig beint við af brúarsamningnum sem var með gildistíma til 31. janúar 2024.
Hvaða launabreytingu er um að ræða?
Laun taka hlutfallshækkun, með krónutöluhækkun að lágmarki, nema annað leiði af launatöflum sem fylgja kjarasamningunum. Með mánaðarlaunum er átt við föst mánaðarlaun fyrir dagvinnu.
1. febrúar 2024: 3,25% eða 23.750 kr.
1. janúar 2025: 3,50% eða 23.750 kr.
1. janúar 2026: 3,50% eða 23.750 kr.
1. janúar 2027: 3,50% eða 23.750 kr.
Launatafla SGS/Eflingar heldur hlutfallslegum bilum á milli flokka og þrepa og hækkar því umfram 23.750 kr. Sama á við um taxtatöflur VR/LÍV og iðn- og tæknifólks. Því er mikilvægt að skoða launatöflur kjarasamninga ef starfsfólk fær greitt eftir lágmarkstöxtum. Sama á við um reiknitölu ákvæðisvinnu, þar sem það á við.
Laun sem eru yfir kr. 730.769 hækka frá og með 1. febrúar 2024 um 3,25%.
Laun sem eru undir kr. 730.769 en yfir lágmarkstaxta kjarasamnings hækka um kr. 23.750 á mánuði en þó þarf að gæta þess að laun séu eftir breytinguna að lágmarki jafngóð og skv. launataxta kjarasamnings. Dagvinnuímakaup er í umræddum tilvikum að hækka um:
(a) verkafólk (SGS/Efling) 137 kr.
(b) verkafólk sem starfar skv. ferðaþjónustusamningum SA við SGS/Eflingu 138 kr.
(c) skrifstofufólk (VR/LÍV) 149 kr.
(d) afgreiðslufólk (VR/LÍV) 141 kr.
(e) iðnaðarmenn (Samiðn/RSÍ/VM/MATVÍS/Grafía).
(1) Tímakaup hækkar um 0,69% frá og með 1.2.2024 vegna breytingu á vinnutíma í 36 stundir á viku hjá þeim vinnustöðum sem voru með 36,25 stunda dagvinnuviku (36,25/36).
(2) 152 kr. í framhaldinu vegna 23.750 kr. hækkun á dagvinnulaunum á mánuði.
Hver er gildistími kjarasamninganna?
1. febrúar 2024 til 31. janúar 2028.
Hver er desember- og orlofsuppbót samningsins?
Desemberuppbót fyrir hvert almanaksár miðað við fullt starf er:
Á árinu 2024 106.000 kr.
Á árinu 2025 110.000 kr.
Á árinu 2026 114.000 kr.
Á árinu 2027 118.000 kr.
Orlofsuppbót fyrir hvert orlofsár (1. maí til 30. apríl) miðað við fullt starf er:
Á orlofsárinu sem hefst 1. maí 2024 verði orlofsuppbót kr. 58.000.
Á orlofsárinu sem hefst 1. maí 2025 verði orlofsuppbót kr. 60.000.
Á orlofsárinu sem hefst 1. maí 2026 verði orlofsuppbót kr. 62.000.
Á orlofsárinu sem hefst 1. maí 2027 verði orlofsuppbót kr. 64.000.
Þarf að hækka laun starfsfólks sem er á föstum launum langt umfram taxta frá 1. febrúar?
Ná launahækkanirnar jafnframt til starfsfólks sem vinnur eftir kjarasamningnum en eru ekki félagsmenn í hlutaðeigandi stéttarfélögum?
Ná launahækkanirnar til félagsmanna SGS, Eflingar, Samiðnar, Fagfélaganna, VR/LÍV sem starfa eftir öðrum kjarasamningum þar sem ekki er búið að semja um launahækkanir?
Ég er nýlega búin að hækka laun. Þarf ég að hækka laun aftur frá 1. febrúar?
Eiga laun háskólafólks að hækka frá 1. febrúar 2024?
Hvað eru kjaratengdir liðir kjarasamninga?
Hækka yfirborganir og aðrar ráðningarsamningsbundnar greiðslur frá 1. febrúar 2024?
Eiga laun starfsfólks í stéttarfélögum sem hafa ekki samið einnig að hækka frá 1. febrúar?
Hvaða sértæku breytingar eiga sér stað á veitinga- og gistihúsasamningi SA við Eflingu/SGS?
Frá og með 1.4.2024 eiga sér stað eftirfarandi breytingar:
1. Vaktaálag greitt fyrir alla vinnu utan dagvinnutímabils fram að 100% vinnuskilum
Hjá vaktavinnufólki verður greitt vaktaálag fyrir allar vaktir utan dagvinnutímabils fram að 100% starfi skv. kjarasamningi. Starfsfólk sem tekur að sér aukavaktir sem ekki eru skipulagðar í vaktskrá eða vinnur yfir vaktskrá fær því greitt fyrir vinnuna með dagvinnukaupi á dagvinnutímabili en vaktaálagi utan dagvinnutímabils fram að 100% vinnuskilum í stað yfirvinnukaups líkt og reglan er fyrir breytinguna.
2. Breyting á launaflokki almenns starfsfólks
Almennt starfsfólk veitinga- og gistihúsa fer úr launaflokki 5 yfir í launaflokk 6.
3. Sérþjálfað starfsfólk í ferðaþjónustu
Þernur sem hafa unnið 3 mánuði í fyrirtæki og sérþjálfað starfsfólk í ferðaþjónustu fer yfir í launaflokk 7. Með sérþjálfuðu starfsfólki er átt við starfsfólk sem unnið getur sjálfstætt, sýnt getur frumkvæði og fela má tímabundna verkefnastjórnun. Enn fremur starfsfólk sem hefur sérhæfða þekkingu sem nýtist í starfi eða ber sérstaka ábyrgð.
Samningsaðilar munu taka saman hvaða störf falla undir kjarasamninginn og greina störfin í samráði við Fræðslumiðustöð atvinnulífsins. Þangað til niðurstaða hæfnigreininar liggur fyrir mun eftirfarandi starfsfólk sem ellegar myndi raðast í launaflokk 6 raðast í launaflokk 7:
(a) Starfsfólk sem hefur unnið fjögur ár eða lengur í sama eða sambærilegu starfi, hvort sem er hér á landi eða erlendis og a.m.k. 6 mánuði á núverandi vinnustað.
(b) Starfsfólk sem hefur unnið þrjú ár eða lengur í sama eða sambærilegu starfi, hvort sem er hér á landi eða erlendis og a.m.k. fjóra mánuði á núverandi vinnustað enda hafi það lokið samtals a.m.k. 40 klst. námskeiðum sem tengjast því starfi sem viðkomandi sinnir.
4. Sérstakar breytingar á félagssvæði Eflinar
Tilfallandi starfsfólk án vinnuskyldu á félagssvæði Eflingar mun fá greitt dagvinnukaup á dagvinnutímabili en vaktaálag vegna vinnu utan dagvinnutímabils í stað yfirvinnukaups. Á móti fellur niður sá launaflokkur (l.fl. 4) og vaktaálag á skemmtstöðum og börum verður 55% frá kl. 24:00 - 05:00 aðfararnótt laugardags og sunnudags. Breytingin nær ekki til félagssvæðis SGS þar sem fyrirkomulagið verður óbreytt.
5. Heimilt að semja um aðrar álagsgreiðslur
Heimilt verður að semja um annað vaktaálag en skv. kjarasamningi að því gefnu að meðalvaktaálag haldist óbreytt en stéttarfélag skal staðfesta að svo sé og meirihluti starfsfólks samþykki breytinguna í atkvæðagreiðslu. Ef ágreiningur er um útreikning meðalvaktaálag skal honum skotið til SA og ASÍ.
Við útreikning á vaktaálagi er tekið mið af því að meðalvaktaálag verði við breytinguna óbreytt frá því sem það hefur verið síðastliðna 12 mánuði í fyrirtækinu m.v. mánaðamót nema sérstakar aðstæður gefi til kynna að miða eigi við annað tímaviðmið.
Breytist forsendur í meginatriðum sem liggja að baki samkomulaginu, t.d. reglulegur opnunartími fyrirtækisins og mönnun varanlega frá því sem var þegar vaktaálagið var ákveðið getur hvor aðili um sig krafist þess að vaktaálagið sé endurskoðað m.v. breyttar forsendur.
Samtök atvinnulífsins munu vera félagsmönnum sínum innan handar sem vilja fara í breytingar sem þessar, m.a. við útreikning á meðalvaktaálögum og gerð samkomulags um breytinguna.
Sjá hér frekari upplýsingar um breytingar á kjarasamningum vegna veitinga- og gistihúsa og afþreyingarstarfsemi.
Hvaða sértæku breytingar áttu sér stað á kjarasamningi SA við MATVÍS?
Frá og með 1.5.2024 eiga sér stað eftirfarandi breytingar á kjarasamningi SA og Matvís:
1. Vaktaálag greitt fyrir alla vinnu utan dagvinnutímabils fram að 100% vinnuskilum
Hjá vaktavinnufólki verður greitt vaktaálag fyrir allar vaktir utan dagvinnutímabils fram að 100% starfi skv. kjarasamningi. Starfsfólk sem tekur að sér aukavaktir sem ekki eru skipulagðar í vaktskrá eða vinnur yfir vaktskrá fær því greitt fyrir vinnuna með dagvinnukaupi á dagvinnutímabili en vaktaálagi utan dagvinnutímabils fram að 100% vinnuskilum í stað yfirvinnukaups líkt og reglan er fyrir breytinguna.
2. Vaktaálag 31% um kvöld og helgar hjá matreiðslumönnum og faglærðum þjónum
Vaktaálag faglærðra matreiðslu- og framreiðslumanna um kvöld og helgar lækkar í 31% en á móti eru launataxtar samræmdir við launataxta annars iðn- og tæknifólks og grunnlaun í vaktavinnu eru 2% hærri en í dagvinnu. Kaupgjaldskrá SA verður uppfært fljótlega með nýjum viðmiðunum.
Dæmi: dagvinnulaun eru kr. 3.498 skv. kjarasamningi. Í vaktavinnu eru dagvinnulaun því kr. 3.568 og því greiðist kr. 4.674 á kvöldin og um helgar en kr. 5.173 á nóttini fram að 100% starfi.
3. Vinnutími í vaktavinnu verður 166,5 klst.
Fullur vinnutími í vaktavinnu verður 166,5 klst. en þar af eru greidd neysluhlé 10,5 klst. Greitt neysluhlé á 12 klst. vakt eru 45 mínútur og á 8 klst. vakt 30 mínútur.
4. Lágmarksorlof sveina- og fagfólks verður 25 dagar