15. apríl 2025
Kjör formanns og tilnefningar til stjórnar SA
1 MIN
Kjör formanns og tilnefningar til stjórnar SA
Aðalfundur Samtaka atvinnulífsins fer fram fimmtudaginn 15. maí nk. Nánari upplýsingar um fundinn ásamt skráningarformi er að finna á heimasíðu samtakanna .
Í tengslum við fundinn fer fram kjör formanns og stjórnar samtakanna og er leitað eftir tilnefningum til setu í stjórn og skorað á félagsmenn að taka þátt í kosningu formanns sem hefst 29. apríl nk.
Um kjör formanns
Samkvæmt samþykktum Samtaka atvinnulífsins skal formaður samtakanna kosinn árlega í beinni óbundinni kosningu allra aðildarfyrirtækja. Skal kjörnefnd minnst tveimur vikum fyrir aðalfund senda áskorun til félagsmanna um kosningu formanns. Niðurstaða formannskjörs er tilkynnt á aðalfundi SA.
Hver félagsmaður hefur atkvæði í hlutfalli við greidd félagsgjöld ársins 2024 og fylgir eitt atkvæði hverjum 1.000 krónum í greiddum árgjöldum. Atkvæðamagn hvers aðildarfyrirtækis kemur fram á rafrænum atkvæðaseðli en einnig er hægt að fá upplýsingar um atkvæðamagn á skrifstofu SA í síma 591 0000.
Kjör formanns fer fram með rafrænum hætti. Atkvæði eru greidd með leynilegri rafrænni atkvæðagreiðslu hjá Könnuði ehf.
Kosning hefst 29. apríl og lýkur kl. 10:00 fimmtudaginn 15. maí.