Smellið á viðeigandi hlekk / hnapp til að nálgast dæmi um uppsagnar-, brotthlaups- og riftunarbréf, tilkynningar vegna hópuppsagna, starfslokasamninga og samninga um lækkun launa.
Vinnuveitanda er almennt heimilt að segja upp ráðningarsamningi með uppsagnarfresti samkvæmt kjarasamningi. Sjá nánar um uppsagnir og starfslok.
Ávallt er mælt með skriflegri uppsögn enda ber sá sönnunarbyrði sem heldur því fram að samningi hafi verið sagt upp.
Sama á við ef starfsmaður hættir störfum eða virðist ætla að hætta án þess að virða uppsagnarfrest. Sjá nánar um brotthlaup.
Ef vinnuveitandi telur forsendur fyrir riftun ráðningar (fyrirvaralausri uppsögn) þá er rétt að kynna sér fyrst umfjöllun hér á vefnum um riftun og leita ráðgjafar hjá lögmönnum SA.