18. Apr

Staðan í orkumálum

Hero icon

dags

18. apríl 2024

tími

kl. 09:00 - 10:00

staður

Borgartún 35

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hyggst leggja í fundarferð um landið til þess að fjalla um stöðuna í orkumálum, þann árangur sem náðst hefur, áskoranir næstu ára og það sem kalla má viðbragðsáætlun stjórnvalda í orkumálum fyrir komandi misseri. Fyrsti fundurinn verður með okkur í Húsi atvinnulífsins 18. apríl nk.

Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins og Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins munu segja nokkur orð áður en ráðherra fjallar um stöðuna í orkumálum.

Fyrirséð er að næstu tvö til þrjú árin verði verulega krefjandi í raforkukerfinu. Segja má að komið sé að skuldadögum í orkumálum vegna aðgerðarleysis í málaflokknum, bæði þegar litið er til raforku og hitaveitu síðastliðin 15-20 ár. Margt hefur þó áunnist á síðustu tveimur árum og á næstu vikum og mánuðum og mörg stór mál á döfinni.

Fjölmennum og eigum samtal um þetta mikilvæga mál sem snertir allar atvinnugreinar næstu árin.

Aðildarfyrirtæki SA velkomin