dags
25. apríl 2022
tími
kl. 09:00
staður
Silfurberg, Hörpu
Menntadagur atvinnulífsins fer fram 25. apríl n.k. en þetta er í níunda sinn sem dagurinn er haldinn.
Yfirskrift dagsins að þessu sinni er stafræn hæfni í íslensku menntakerfi og atvinnulífi. Fjölbreytt og skemmtileg dagskrá auk þess sem menntaverðlaun atvinnulífsins verða afhent.
Menntatorg atvinnulífsins verður á sínum stað í forrými þar sem öflugir aðilar úr atvinnulífinu kynna sig.
Menntadagur atvinnulífsins er samstarfsverkefni Samtaka atvinnulífsins, Samorku, Samtaka ferðaþjónustunnar, Samtaka fjármálafyrirtækja, Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtaka iðnaðarins og Samtaka verslunar og þjónustu.
Menntadagurinn er öllum opinn og aðgangur er ókeypis.
Dagskrá:
09:00 – 10:30: Menntadagur atvinnulífsins – formleg dagskrá.
Opnunarávarp - Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA.
Að efla tæknilæsi og tækniáhuga – Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson, deildarstjóri í nýsköpun og frumkvöðlamennt hjá Háskóla Íslands.
Námsgagnatorgið. Stafræn bylting í starfsumhverfi kennara – Kristrún Lind Birgisdóttir, eigandi og framkvæmdastjóri Ásgarðs í skýjunum.
Hverju breytir stafræn þróun fyrir atvinnulífið? - Íris Ösp Bergþórsdóttir, mannauðsstjóri Elkem.
Pallborð: Einar Þór Bjarnason, frkv.stjóri Intellecta, Inga Björg Hjaltadóttir, frkv.stjóri Attentus, Geirlaug Jóhannsdóttir, ráðgjafi Hagvangi. Stjórnandi: Ágústa Björg Bjarnadóttir, mannauðsstjóri Sjóvá.
Pallborð: Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmála og vinnumarkaðsráðherra. StjórnandI: Sigríður Guðmundsdóttir, mannauðsstjóri Landsbankans.
Frá IQ til EQ að Dq: Stafræn færni og tilfinningagreind, þjálfun lykilfærni leiðtoga á þekkingaröld – Guðrún Högnadóttir, framkvæmdastjóri Franklin Covery á Íslandi.
10:30 – 11:00: Menntatorg og netagerð
11:00 – 12:00: Málstofur