22. Jan

Fræðslufundur um viðurlagaákvæði vinnuverndarlaga

Hero icon

dags

22. janúar 2025

tími

kl. 9:00

staður

Streymi

Þann 1. janúar sl. tóku gildi veigamiklar breytingar á vinnuverndarlögum. Með breytingunum er Vinnueftirlitinu meðal annars veitt heimild til að leggja á stjórnvaldssekt fyrir brot á tilteknum ákvæðum laganna.

Það er samstarfsverkefni atvinnurekanda og starfsfólks að tryggja öruggt og heilsusamlegt vinnuumhverfi. Til þess að svo geti verið þarf m.a. að greina þá áhættuþætti sem falist geta í vinnuumhverfinu og framkvæma skriflegt áhættumat.

Þann 22. janúar n.k. kl. 9:00 munu lögmenn vinnumarkaðssviðs SA eiga fræðslufund á Zoom með félagsmönnum þar sem farið verður yfir viðurlagaákvæði vinnuverndarlaga auk þess sem farið verður yfir helstu reglur sem atvinnurekendur verða að hafa í huga í tengslum við vinnuvernd. Þá verður spurningum svarað. Við hvetjum félagsmenn til að fjölmenna.

Athugið! Aðeins aðildarfyrirtæki SA geta sótt fræðslu- og upplýsingafundi samtakanna.

Skráning á fundinn fer fram hér.

-