1 MIN
Samið um launaþróunartryggingu
Í dag var skrifað undir samkomulag um launaþróunartryggingu starfsmanna ríkis og sveitarfélaga. Það byggir á grunni rammasamkomulags aðila vinnumarkaðarins frá október 2015. Aðild að því eiga íslenska ríkið, Samband íslenskra sveitarfélaga, Reykjavíkurborg, Alþýðusamband Íslands, BSRB og Samtök atvinnulífsins.
Í dag var skrifað undir samkomulag um launaþróunartryggingu starfsmanna ríkis og sveitarfélaga. Það byggir á grunni rammasamkomulags aðila vinnumarkaðarins frá október 2015. Aðild að því eiga íslenska ríkið, Samband íslenskra sveitarfélaga, Reykjavíkurborg, Alþýðusamband Íslands, BSRB og Samtök atvinnulífsins.
Markmið samkomulagsins er að tryggja að launaþróun félagsmanna hjá ríki og sveitarfélögum dragist ekki aftur úr launaþróun á almennum markaði en það náði til ársloka 2018. Jöfnun launa milli opinbera og almenna markaðarins heldur því ekki áfram nema um það verði samið sérstaklega.
Niðurstöður launaþróunartryggingar fyrir tímabilið 2013-2018 eru eftirfarandi:
- Félagsmenn ASÍ sem starfa hjá ríkinu skulu fá 0,4 prósenta launaauka.
- Félagsmenn ASÍ sem starfa hjá sveitarfélögum skulu fá 1,7 prósenta launaauka.
- Félagsmenn BSRB sem starfa hjá sveitarfélögum skulu fá 1,5 prósenta launaauka.
- Ekki kemur til launaauka hjá félagsmönnum BSRB sem starfa hjá ríkinu.
Launaþróunartryggingin er afturvirk og gildir frá 1. janúar 2019.
Sjá nánar: