Vinnumarkaður - 

22. febrúar 2023

Þetta þarft þú að vita um kjaradeiluna

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Þetta þarft þú að vita um kjaradeiluna

Vissir þú að...

  • ... nú þegar hefur verið gengið frá kjarasamningum fyrir um 90% alls vinnandi fólks á almennum vinnumarkaði?

  • ... Eflingu hefur staðið til boða sambærilegur samningur og öðru vinnandi fólki um land allt sem jafnframt hefur samþykkt hann með 86% atkvæða?

  • ... í þeim samningi sem SA lögðu til grundvallar viðræðna við Eflingu hækka grunnlaun á mánuði um 35.000-52.258 auk þess sem hækkanirnar ná aftur til 1. nóvember 2022?

  • ... því hefur verið hafnað að bera þessa miðlunartillögu undir félagsfólk Eflingar?

  • ... þeir kjarasamningar sem hafa verið undirritaðir og rætt er um við Eflingu gilda í ríflega 11 mánuði frá deginum í dag?

  • ... kröfur Eflingar komu fram fjórum mánuðum seinna en kröfur annarra stéttarfélaga?

  • ... ef gengið yrði að kröfum Eflingar væru laun vinnandi fólks hærri í Kópavogi en í Hafnarfirði og að sama skapi hærri í Hveragerði en á Selfossi?

  • ... Samtök atvinnulífsins hafa frá upphafi verið reiðubúin að laga kjarasamning vinnandi fólks á landsbyggðinni að áherslum Eflingar innan þess ramma sem þar var settur?

Samtök atvinnulífsins