Sjálfbærni og samfélagsábyrgð
Áhugaverður fundur á vegum Íslandsbanka um sjálfbærni og hvernig fyrirtæki geta hafið eða eflt sína sjálfbærnivegferð.
Hugrún Elvarsdóttir, verkefnastjóri á Samkeppnishæfnisviði Samtaka atvinnulífsins fjallar um hvernig fyrirtæki geta aukið jákvætt framlag sitt og minnkað neikvæð áhrif sinnar starfsemi. Megininntak fyrirlestursins er að útvega fyrirtækjum gagnleg tól og tæki til að nota á sinni vegferð og að horfa á sjálfbærni sem tækifæri en ekki kvöð. Lausnirnar eru breytilegar eftir starfsemi, stærð og staðsetningu fyrirtækja.
Festa – miðstöð um samfélagsábyrgð
Árið 2021 gerðust Samtök atvinnulífsins hluti af hópi 169 framsækinna fyrirtækja, leiðtoga og stofnana sem eru aðilar að Festu.
Á heimasíðu Festu er að finna fræðsluefni um loftslagsaðgerðir.
Loftlags-Þrennan
SA unnu í samstarfi við Festu o.fl. aðila að fundaröðinni Loftslags-Þrennunni sem Sjálfbærnidagur atvinnulífsins var hluti af. Fundaröðin miðaði að því að tryggja að fyrirtæki gætu verið með puttann á púlsinum í gegnum hnitmiðaða og praktíska upplýsingamiðlun tengda Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem fór fram í Glasgow 1–12. nóvember.
Gagnlegar upplýsingar
Hér getur þú nálgast tæki og tól sem eru aðgengileg öllum og án endurgjalds.
Heimasíða Festu
Miðstöð um samfélagsábyrgð.
Loftlagsmarkmið Festu
Fræðsluefni um loftlagsaðgerðir.
Stefnumótun í loftslagsmálum og mælingar á kolefnisspori
Hnitmiðuð handbók sem er afar einföld í notkun. Farið er yfir hvar þú byrjar þína vegferð og hvernig þú tryggir að aðgerðir séu markvissar og skili árangri.
Kennslumyndband um notkun á Loftlagsmæli Festu
Kennslumyndband þar sem Sævar Helgi Bragason leiðir þig skref fyrir skref í gegnum notkun á Loftlagsmæli Festu. Hvaða gögn þarftu að hafa til að mæla þitt kolefnisspor og hvar nálgast þú þau?
Af hverju er mikilvægt að draga úr og mæla kolefnisspor frá rekstri og hvar byrjum við?
Fræðslumyndband þar sem Festa fékk til liðs við sig sérfræðinga frá fimm ólíkum aðildarfélögum sínum sem lýsa í örfáum orðum sinni vegferð þegar kemur að því að setja sér stefnu í loftlagsmálum og mæla kolefnisspor frá rekstri.
Loftlagsmælir Festu
Loftlagsmælir Festu á climatepulse.is og í excel skjali. Báðar útgáfur eru uppfærðar árlega og í takt við alþjóðlega staðla.
Yfirlýsing um loftslagsmál
Hægt að skrifa undir Loftlagsyfirlýsingu Festu og Reykjavíkurborgar sem hátt í 200 fyrirtæki og stofnanir eru aðilar að.