Steingrímur Karlsson
1 MIN
„Ég held ég hafi alltaf verið sögumaður í mér“
Steingrímur Karlsson er framkvæmdastjóri Óbyggðasetursins í Fljótsdal, sem hann stofnaði með konu sinni Örnu Björg Bjarnadóttur. Hann segist alltaf hafa haft taugar til dalsins, en hann var þar í sveit sem barn. „Að byggja upp stað svona afskekkt er kannski ekki það praktískasta í heimi,“ segir hann. Það geri þó það að verkum að sérstaða staðarins er mikil og það skapi tækifæri. „Óbyggðasetrið er staður sem á að skapa svona heildarupplifun fyrir gesti. Við erum staðsett eiginlega eins fjarri Reykjavík og hægt er. Innst inni í afdal með stærstu óbyggðir Evrópu í bakgarðinum.”
----
Íslensk fyrirtæki eru jafn ólík og þau eru mörg, áskoranirnar mismunandi og enginn vinnudagur eins. Þessu viljum við fagna með því að segja sögur af alls konar fólki í rekstri og þeim ótal viðfangsefnum sem það fæst við í daglegu amstri. Litríkt og blómlegt atvinnulíf skiptir okkur öll máli.
Steingrímur Karlsson
Framkvæmdastjóri Óbyggðasetursins