Grétar Már Þorvaldsson
1 MIN
„Þetta er persónuleg þjónusta allan daginn. Við lifum á fjölbreytninni”
Grétar Már Þorvaldsson, einn eigenda fjölskyldufyrirtækisins Málmsteypunnar Hellu, segist snemma hafa leiðst inn á þá braut sem hann er á nú. „Ég hef alltaf verið meira fyrir handverk en bóklestur og byrjaði að vinna í Málmsteypunni sem krakki. Svo fer ég að læra þetta í framhaldinu.“ Hella er líklega þekktust fyrir pönnukökupönnuna, en þar fer einnig fram önnur fjölbreytt framleiðsla. Grétar segir mikilvægt að viðhalda góðum kúltúr á vinnustað með gagnkvæmri virðingu. „Við eigendurnir erum launamenn hjá fyrirtækinu. Mér finnst að ef þú getur ekki hugsað þér að gera eitthvað þá geturðu ekki ætlast til þess að einhver annar geri það.“
----
Íslensk fyrirtæki eru jafn ólík og þau eru mörg, áskoranirnar mismunandi og enginn vinnudagur eins. Þessu viljum við fagna með því að segja sögur af alls konar fólki í rekstri og þeim ótal viðfangsefnum sem það fæst við í daglegu amstri. Litríkt og blómlegt atvinnulíf skiptir okkur öll máli.
Grétar Már Þorvaldsson
Málmsteypunni Hellu