Sjónvarp - 28.10.2024
Umhverfisdagur atvinnulífsins 2024: Atvinnulífið leiðir
Umhverfisdagur atvinnulífsins 2024 var haldinn þriðjudaginn 22. október á Hilton Nordica undir yfirskriftinni Atvinnulífið leiðir . Dagurinn er árlegt samstarfsverkefni SA, SAF, Samorku, SFF, SFS, SI og SVÞ.
Dagurinn í ár var tileinkaður leiðandi atvinnulífi á sviði grænna lausna. Hin árlegu Umhverfisverðlaun atvinnulífsins voru veitt fyrir Umhverfisfyrirtæki ársins og Umhverfisframtak ársins. Í kjölfarið tóku við tvær lotur af lifandi og skemmtilegum málstofum þar sem þátttakendur miðluðu sinni reynslu úr umhverfismálum. Þar komu fjölbreyttir fulltrúar aðildarsamtakanna saman og ræddu stöðu atvinnulífsins, áskoranir og horfur til framtíðar.
Við þökkum öllum þátttakendum fyrir einstaklega vel heppnaða dagskrá á þessum mikilvæga viðburði.