Vinnumarkaður - 

20. mars 2019

Verkfall Eflingar nær einungis til félagsmanna

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Verkfall Eflingar nær einungis til félagsmanna

Boðuð verkföll ná einungis til til starfsmanna sem eiga aðild að þeim stéttarfélögum sem hafa boðað verkföll. Félagsdómur hefur ítrekað staðfest þá túlkun. Fullyrðing formanns Eflingar-stéttarfélags um að verkfall nái jafnframt til starfsmanna í öðrum stéttarfélögum eða jafnvel þeirra sem ekki eiga aðild að stéttarfélögum á sér enga stoð.

Boðuð verkföll ná einungis til til starfsmanna sem eiga aðild að þeim stéttarfélögum sem hafa boðað verkföll. Félagsdómur hefur ítrekað staðfest þá túlkun. Fullyrðing formanns Eflingar-stéttarfélags um að verkfall nái jafnframt til starfsmanna í öðrum stéttarfélögum eða jafnvel þeirra sem ekki eiga aðild að stéttarfélögum á sér enga stoð.

Það er stjórnarskrárvarinn réttur einstaklinga að standa utan félaga og eiga þeir starfsmenn sem ekki eiga aðild að Eflingu að sinna sínum störfum eins og ekkert hafi í skorist.

Samtök atvinnulífsins minna á að stéttarfélögum og „verkfallsvörðum“ er óheimilt samkvæmt lögum að beita valdi við verkfallsvörslu eða hindra lögmæta starfsemi. Rísi ágreiningur um framkvæmd verkfalla heyrir hann undir Félagsdóm.

Sjá nánar:

Leiðbeiningar SA vegna verkfallsaðgerða Eflingar – stéttarfélags hjá hópbifreiðastjórum (PDF)

Ítarlegar upplýsingar um boðuð verkföll 2019 er að finna á vinnumarkaðsvef SA sem opinn er félagsmönnum. Þar má t.d. sjá til hverra verkföllin ná og hverjir mega vinna í verkföllunum.

Opna vinnumarkaðsvef SA

Ef þig vantar lykilorð að vefnum er hægt að óska eftir nýju með tölvupósti á sigridur@sa.is

Samtök atvinnulífsins