1 MIN
Upptökur frá Umhverfisdegi atvinnulífsins 2017
Umhverfisdagur atvinnulífsins fór fram 12. október á Hilton Reykjavík Nordica. Loftslagsmál voru þar í kastljósinu. Icelandair hótel var valið umhverfisfyrirtæki ársins og Landsnet fékk verðlaun fyrir framtak ársins á sviði loftslagsmála. Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands var sérstakur gestur fundarins.
Umhverfisdagur atvinnulífsins fór fram 12. október á Hilton Reykjavík Nordica. Loftslagsmál voru þar í kastljósinu. Icelandair hótel var valið umhverfisfyrirtæki ársins og Landsnet fékk verðlaun fyrir framtak ársins á sviði loftslagsmála. Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands var sérstakur gestur fundarins.
Upptökur erinda í sameiginlegri dagskrá má nálgast hér að neðan ásamt glærukynningum frummælenda. Einnig voru haldnar tvær málstofur um ábyrgar fjárfestingar, nýsköpun og loftslagsmál annars vegar og orkuskipti og orkunýtingu hins vegar.
Að Umhverfisdegi atvinnulífsins standa Samtök atvinnulífsins, Samorka, Samtök ferðaþjónustunnar, Samtök fjármálafyrirtækja, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtök iðnaðarins og Samtök verslunar og þjónustu.
Samtökin þakka þeim fjölmörgu sem tóku þátt í Umhverfisdegi atvinnulífsins, bæði gestum og frummælendum.
Sjáumst að ári!
Glærur Harðar Arnarsonar (PDF)
Glærur Björgólfs Jóhannssonar (PDF)
Glærur Ernu Eiríksdóttur (PDF)
Glærur Svavars Svavarssonar (PDF)
Glærur Hrefnu Hallgrímsdóttur (PDF)
Tengt efni:
Icelandair hótel umhverfisfyrirtæki ársins
Myndir frá deginum má skoða á Facebook-síðu SA
Hægt er að horfa á alla dagskrána í Sjónvarpi atvinnulífsins