1 MIN
Undirritun yfirlýsingar um hæfniramma um íslenska menntun
Mennta- og menningarmálaráðuneyti, Alþýðusamband Íslands (ASÍ), Samtök atvinnulífsins (SA), BSRB, Kvasir, Leikn, Bandalag háskólamanna (BHM), Samtök íslenskra framhaldsskólanema (SÍF) og Landssamtök íslenskra stúdenta (LÍS) undirrituðu í dag yfirlýsingu um hæfniramma um íslenska menntun sem ætlað er að endurspegla stigvaxandi hæfnikröfur í formlegu og óformlegu námi á Íslandi. Undirritunin markar tímamót hvað varðar áherslu á sýnileika ævilangrar menntunar sem fer fram bæði við nám og störf en hæfniramminn nýtist fyrst og fremst almenningi sem tenging milli formlegs og óformlegs náms.
Mennta- og menningarmálaráðuneyti, Alþýðusamband Íslands (ASÍ), Samtök atvinnulífsins (SA), BSRB, Kvasir, Leikn, Bandalag háskólamanna (BHM), Samtök íslenskra framhaldsskólanema (SÍF) og Landssamtök íslenskra stúdenta (LÍS) undirrituðu í dag yfirlýsingu um hæfniramma um íslenska menntun sem ætlað er að endurspegla stigvaxandi hæfnikröfur í formlegu og óformlegu námi á Íslandi. Undirritunin markar tímamót hvað varðar áherslu á sýnileika ævilangrar menntunar sem fer fram bæði við nám og störf en hæfniramminn nýtist fyrst og fremst almenningi sem tenging milli formlegs og óformlegs náms.
Hæfniramminn hefur tvíþættan tilgang; annars vegar að auka gagnsæi innan menntakerfis viðkomandi lands og hinsvegar að auka gagnsæi milli evrópskra menntakerfa. Íslenski hæfniramminn telur sjö hæfniþrep og endurspegla hækkandi þrep auknar hæfnikröfur. Þrepin endurspegla þær kröfur sem gerðar eru til einstaklingsins er varða þekkingu, leikni og hæfni í verkefnum, vinnu og samskiptum. Hæfniramminn eykur þannig gagnsæi og varpar ljósi á þá hæfni sem einstaklingur býr yfir að loknu námi á tilteknu þrepi. Upplýsingar um hæfni má t.a.m. nýta í ferilskrá, við starfsþróun og í umsókn um nám.
Aðilar þessarar yfirlýsingar eru samábyrgir fyrir innleiðingu og kynningu á hæfnirammanum og leggja sérstaka áherslu á að þróaðar verði aðferðir við að skilgreina námslok og tengja óformlegt nám við hæfniþrep rammans.
Tengt efni: