12. maí 2022

UN Global Compact auglýsir eftir umdæmisstjóra á Íslandi

Global Compact

Global Compact

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

UN Global Compact auglýsir eftir umdæmisstjóra á Íslandi

Auglýst hefur verið staða framkvæmdastjóra/umdæmisstjóra íslenska UN Global Compact (UNGC) staðarnetsins. Fyrirhugað að ganga frá ráðningunni fyrir sumarið.

Starfið heyrir undir svæðisstjóra í Kaupmannahöfn og verður hluti af stærri neti annarra umdæmisstjóra. Er það í takt við þá þróun sem að UNGC hefur að undanförnu lagt áherslu á við uppbyggingu staðarneta eftir löndum. Markmiðið er að styðja betur við íslensk fyrirtæki í átt að sjálfbærni, efla samskipti um málaflokkinn hérlendis og um leið að verða hluti af stærra neti fyrirtækja á heimsvísu sem að starfa með samfélagslega ábyrgum hætti.

Stefnt er á að halda ársfund í haust þar sem óskað verður eftir fulltrúum íslenskra fyrirtækja í UNGC til að taka sæti í ráðgefandi stjórn til að vera umdæmisstjóranum til ráðgjafar og stuðnings.

Staðarnetin á Norðurlöndunum hafa verið í góðu samstarfi sem Ísland hefur verið þátttakandi í og mun svo verða áfram. Samstarfsfundur norðurlandanetanna verður haldinn í Gautaborg í október og munu frekari upplýsingar um fundinn verða sendar út síðar.

Ef óskað er eftir frekari upplýsingum þá ekki hika við að hafa samband við Hugrúnu Elvarsdóttur, verkefnastjóra hjá Samtökum atvinnulífsins, í síma 869-3060 eða tölvupóst hugrun@sa.is

Nánari upplýsingar um stöðuna ásamt hæfniskröfum má finna hér.

Samtök atvinnulífsins