1 MIN
Umhverfisdagur atvinnulífsins í dag
29. nóvember 13:00 - 15:00
Umhverfisdagur atvinnulífsins er haldinn hátíðlegur í Hörpu í dag kl. 13:00-15:00 undir yfirskriftinni Á rauðu ljósi?
Hér má fylgjast með streymi af viðburðinum:
Dagurinn í ár er tileinkaður Loftslagsvegvísum atvinnulífsins sem afhentir voru Guðlaugi Þór Þórðarsyni umhverfis-, orku-, og loftslagsráðherra á vormánuðum. Þar komu fram 332 tillögur að aðgerðum sem eiga að stuðla að auknum samdrætti í losun atvinnugreinanna. Fróðlegar umræður og margmiðlunarefni fylla dagskrá sem lýkur með hinum árlegu Umhverfisverðlaunum atvinnulífsins sem Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, afhendir.
Dagurinn er sameiginlegt verkefni SA, SAF, Samorku, SFF, SFS, SI og SVÞ
Í tengslum við Umhverfisdag atvinnulífsins er allur nóvembermánuður eyrnamerktur umhverfismálum með áherslu á loftslagsmál.
Fróðlegir umræðuþættir mánaðarins
Hér á stikunni má velja úr og horfa á alla umræðuþættina sem sýndir voru á þriðjudögum og fimmtudögum í nóvembermánuði.
Einnig aðgengilegir á hlaðvarpinu hér.
Lárus Ólafsson, viðskiptastjóri á hugverkasviði SI ræðir við Guðjón Jónsson, fyrrverandi stjórnarformann VSÓ og sérfræðing í umhverfismálum
Ingvar Haraldsson, samskiptastjóri SFF ræðir við Kristrúnu Tinnu Gunnarsdóttur, forstöðumann stefnumótunar og sjálfbærni hjá Íslandsbanka og Pétur Aðalsteinsson, forstöðumann lánastýringar Íslandsbanka
Logi Bergmann, sérfræðingur á samskiptasviði SFS ræði við Hjörvar Kristjánsson, verkfræðing Samherja
Pétur Blöndal, framkvæmdastjóri Samáls ræðir við Sigríði Guðmundsdóttur sérfræðing Isal í kolefnisjöfnun og Guðlaug Bjarka Lúðvíksson framkvæmdastjóra öryggis-, umhverfis- og umbótasviðs hjá Norðuráli.
Skapti Örn Ólafsson, upplýsingafulltrúi SAF ræðir við Björn Ragnarsson, forstjóra Icelandia og Jón Trausta Ólafsson framkvæmdarstjóra Öskju
Lovísa Árnadóttir, upplýsingafulltrúi Samorku ræðis við Sólrúnu Kristjánsdóttur, framkvæmdastýru Veitna og Kristínu Lindu Árnadóttur, aðstoðarforstjóra Landsvirkjunar
Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ ræðir við Guðmund Inga Þorsteinsson, framkvæmdastjóra sölu og þróunar hjá Orkunni