03. mars 2025

Tvær stórar tillögur frá Evrópusambandinu

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Tvær stórar tillögur frá Evrópusambandinu

Clean Industrial Deal og Omnibus

Stór hluti lagaumhverfis atvinnulífsins kemur frá Evrópusambandinu. Áhersla Samtaka atvinnulífsins í erlendum samskiptum snýst því fyrst og fremst um að gæta hagsmuna íslenskra fyrirtækja gagnvart þeirri löggjöf. Það er gert með aðild SA að ráðgjafarnefnd EFTA, Business Europe og norrænu samstarfi. Auk þess er SA aðili að BIAC, Business at OECD, auk fleiri nefnda innan OECD.

Í vikunni sem leið lagði framkvæmdastjórn Evrópusambandsins fram tvær stórar tillögur, sem beðið hefur verið eftir með mikilli eftirvæntingu. Þær eru Clean Industrial Deal og Omnibus .

Clean Industrial Deal
Um er að ræða metnaðarfulla áætlun sem styður við samkeppnishæfni og seiglu evrópsks iðnaðar. Margar af aðgerðum samkomulagsins verða einnig viðeigandi fyrir EES, sérstaklega ný löggjöf um leyfisveitingar, breytingar á reglum um ríkisaðstoð, vörumerkingar og opinber innkaup.

Um er að ræða stórátak til að efla samkeppnishæfni Evrópu gagnvart Bandaríkjunum og Kína, með áherslu á loftslagsvæna iðnvæðingu. Samhliða var gefin út aðgerðaáætlun um hagkvæma orku. Business Europe fagnar þessu og að framkvæmdastjórnin sé að viðurkenna þörfina á raunhæfu viðskiptamódeli vegna orku- og loftslagsskipta. Framkvæmdastjórnin hafi þannig hlustað á atvinnulífið og viðurkennt brýna þörf fyrir að minnka orkukostnaðarmun gagnvart helstu samkeppnisaðilum Evrópu, hraða og einfalda leyfisveitingaferli og auka eftirspurn eftir lágkolefnis- og hringrásarvörum.

Business Europe telja hins vegar brýna þörf á skjótari og áhrifameiri aðgerðum til að koma í veg fyrir þessar áskoranir og telja ólíklegt að þessar nýkynntu aðgerðir muni duga til að lækka orkukostnað til skamms tíma.

Omnibus

Omnibus er fyrsta einföldunarfrumvarp framkvæmdastjórnarinnar. Þar eru lagðar til víðtækar breytingar á CSRD og CS3D en minni breytingar á taxonomy, flokkunarreglugerðinni. Gildissviði CSRD verður breytt og mun tilskipunin einungis ná til fyrirtækja með 1000 starfsmenn eða fleiri. Einnig er lagt til að sérstakt „stop the clock“ frumvarp sem hindrar að fyrirtæki sem enn eru ekki byrjuð að uppfylla kröfur CSRD geri það eingöngu til að vera undanskilin síðar.

Um er að ræða stóran áfanga á þeirri vegferð að gera Evrópu að eftirsóknarverðari stað fyrir fyrirtæki. Business Europe fagnaði frumvarpinu sem ætlað er að draga verulega úr óþarfa skýrslugerðum og regluverksbyrði mun fyrsti Omnibus gera fyrirtækjum kleift að vinna markvissar að sjálfbærnimarkmiðum ESB á sama tíma og samkeppnishæfni evrópska hagkerfisins er varin.
Framkvæmdastjórnin er skýr um að breytingarnar séu ekki afnám reglna, heldur einföldun, en það er ljóst að þetta mun hafa mikil áhrif á fyrirtæki í Evrópu. Þá reynir á Evrópuþingið og ráðið að samþykkja þessar breytingar eða gera frekari lagfæringar.

Magn þeirra gagna sem þarf að safna, votta og birta árlega samkvæmt CSRD mun minnka verulega og gildissviðið samræmt því sem er í CS3D tilskipuninni.

Samtök atvinnulífsins