Samkeppnishæfni - 

09. júní 2016

Samningamál lítilla fyrirtækja og skipulag

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Samningamál lítilla fyrirtækja og skipulag

Litla Ísland efnir til opins fræðslufundar í Húsi atvinnulífsins föstudaginn 10. júní kl. 8.30-10. Þar verður fjallað um samningamál lítilla fyrirtækja og skipulag en fundurinn er hluti af fundaröð Litla Íslands um farsælan rekstur. Nokkrir lykilþættir einkenna vel rekin fyrirtæki og er farið yfir þá í fundaröðinni.

Litla Ísland efnir til opins fræðslufundar í Húsi atvinnulífsins  föstudaginn 10. júní kl. 8.30-10. Þar verður fjallað um samningamál lítilla fyrirtækja og skipulag en fundurinn er hluti af fundaröð Litla Íslands um farsælan rekstur. Nokkrir lykilþættir einkenna vel rekin fyrirtæki og er farið yfir þá í fundaröðinni. 

Það eru allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir en vinsamlegast skráið þátttöku hér á vef SA

Fundurinn fer fram í salnum Kviku á 1. hæð í Borgartúni 35 í Reykjavík.

undefined

Inga Björg Hjaltadóttir héraðsdómslögmaður hjá Lögfræðistofu Reykjavíkur, ráðgjafi og eigandi hjá Attentus mun fjalla um helstu samninga í fyrirtækjarekstri og mikilvægi vandaðrar samningagerðar.

Þá mun Thomas Möller hagverkfræðingur, MBA og framkvæmdastjóri Rýmis Ofnasmiðjunnar fjalla um skipulag, ákvörðunartöku og eftirfylgni í daglegum störfum stjórnenda. Thomas mun m.a. fjalla um mikilvægi skýrleika (e. clarity) í rekstri og svörunar til starfsfólks (e. feedback). Hann mun einnig fjalla um helstu strauma í framkvæmd stefnumótunar (e. execution).

Thomas hefur starfað við stjórnun í um 35 ár og mun miðla af sinni reynslu og segja frá því hvað hefur reynst best á þessum sviðum stjórnunar. Thomas er stundakennari á Bifröst og hefur haldið námskeið um stjórnun hérlendis og í Danmörku á síðustu árum.  Rými Ofnasmiðjan hefur vaxið hratt á síðustu árum og skilað góðum árangri.

Að loknum erindum gefst fundargestum að spyrja spurninga og taka þátt í umræðum.

Grunnurinn að góðum rekstri er sterkur rekstrargrunnur, þar sem starfsmannamál, bókhald, markaðsmál, skipulag, samningar og markmiðasetning spila saman.

undefined

Boðið verður upp á kaffi, te og með því.

Litla Ísland er vettvangur þar sem smá fyrirtæki vinna saman óháð atvinnugreinum.

Samtök atvinnulífsins og aðildarsamtök SA eru bakhjarlar Litla Íslands.

SKRÁNING

Umsóknarferli er lokið.

Samtök atvinnulífsins