Vinnumarkaður - 

03. desember 2014

Sameiginlegir hagsmunir launafólks og fyrirtækja

Kjarasamningar

Kjarasamningar

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Sameiginlegir hagsmunir launafólks og fyrirtækja

„Hagkerfið er í góðu jafnvægi um þessar mundir. Við erum með viðskiptaafgang, lága verðbólgu og minnkandi atvinnuleysi.“ Á þetta bendir Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri SA, í viðtali við Spegilinn á RÚV. Afkoma ríkissjóðs er einnig að batna og aðstæður um margt öfundsverðar. Þorsteinn varar þó við því að í gegnum tíðina hafi Íslendingar alltaf misst tök á hagstjórninni við sambærilegar aðstæður og því vissara að stíga varlega til jarðar.

„Hagkerfið er í góðu jafnvægi um þessar mundir. Við erum með viðskiptaafgang, lága verðbólgu og minnkandi atvinnuleysi.“ Á þetta bendir Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri SA, í viðtali við Spegilinn á RÚV. Afkoma ríkissjóðs er einnig að batna og aðstæður um margt öfundsverðar. Þorsteinn varar þó við því að í gegnum tíðina hafi Íslendingar alltaf misst tök á hagstjórninni við sambærilegar aðstæður og því vissara að stíga varlega til jarðar.

Í Speglinum var fjallað um komandi kjarasamninga og  dregið fram að tveir af hverjum þremur sem taka afstöðu í nýrri könnun Samtaka atvinnulífsins vilja að gerði verði þjóðarsáttasamninga í vor um stöðugt verðlag, stöðugt gengi krónunnar og hóflegar launahækkanir. Þorsteinn segir nauðsynlegt að það gangi eftir og bendir á að umræðan um kjaramál hér á landi hafi lengi verið á villigötum. „Við virðumst alltaf halda að við getum rifið launastigið upp mjög hratt, um háar prósentutölur á hverju ári án þess að það hafi neinar afleiðingar á verðlag.“ Þorsteinn segir söguna sýna að svo sé ekki.

Hann viðurkennir að næstu kjarasamningar  geti orðið snúnir vegna ístöðuleysis í launaþróun á opinberum markaði sem grafi undan samstöðu um stöðugleika. Í næstu samningum verði að tryggja að framúrkeyrsla opinbera markaðarins endurtaki sig ekki.

Framkvæmdastjóri SA segir rangt að stilla atvinnurekendum og verkalýðshreyfingu upp sem andstæðingum í kjaraviðræðum. Það sé sameiginlegt verkefni fyrirtækja og launafólks að bæta lífskjörin á Íslandi og auka kaupmáttinn en það verði að gera „þannig að það raski ekki verðlagsstöðugleika, skapi ekki óstöðugt efnahagsumhverfi og að vaxtastigið sé ekki hærra en það þarf nauðsynlega að vera. Það er þannig sem hagsmunir okkar liggja saman til lengri tíma litið.“

Viðtal Spegilsins má nálgast hér að neðan. Umfjöllunin byrjar þegar 9 mínútur og 25 sekúndur eru liðnar af þættinum.

Smelltu hér til að hlusta

Tengt efni:

Könnun Capacent: Yfirgnæfandi stuðningur þjóðarinnar við efnahagslegan stöðugleika

Samtök atvinnulífsins