1 MIN
SA og SSF undirrita kjarasamning
Skammtímakjarasamningur hefur verið undirritaður milli Samtaka atvinnulífsins og Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja. Samningurinn gildir frá 1. nóvember 2022 til 31. janúar 2024 og mun atkvæðagreiðslu ljúka 27. janúar næstkomandi.
Mánaðarlaun starfsmanna fjármálafyrirtækja hækka um 6,75% þó að hámarki kr. 66.000 afturvirkt frá 1. nóvember 2022 líkt og samið var um við VR/LÍV og félög iðn- og tæknifólks nýverið. Eins taka kjaratengdir liðir og desember- og orlofsuppbót sömu hækkunum.
Undir kjarasamninginn falla um 3.500 félagsmenn SSF og er hann samhljóða þeim kjarasamningum sem undirritaðir hafa verið á almennum vinnumarkaði og samþykktir með miklum meirihluta félagsmanna þeirra stéttarfélaga.
Á undanförnum dögum hefur auk þess verið gengið frá fjölda sérkjarasamninga og fyrirtækjaþátta kjarasamninga eftir stefnumarkandi kjarasamningum SA við stéttarfélög á almennum vinnumarkaði; Brú að bættum lífskjörum. Félagsmenn Samtaka atvinnulífsins geta nálgast kjarasamningana og leiðbeiningar um þá hér á vinnumarkaðsvef samtakanna.