Samkeppnishæfni - 

14. ágúst 2015

Óskað eftir tilnefningum til Umhverfisverðlauna atvinnulífsins

Umhverfismál

Umhverfismál

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Óskað eftir tilnefningum til Umhverfisverðlauna atvinnulífsins

Umhverfisverðlaun atvinnulífsins verða afhent miðvikudaginn 30. september fyrirtækjum sem staðið hafa sig vel í umhverfismálum. Athöfnin fer fram á Hilton Reykjavík Nordica á Umhverfisdegi atvinnulífsins. Óskað er eftir tilnefningum fyrir 9. september. Umhverfisfyrirtæki ársins 2015 verður útnefnt auk þess sem Framtak ársins 2015 í umhverfismálum verður verðlaunað.

Umhverfisverðlaun atvinnulífsins verða afhent miðvikudaginn 30. september fyrirtækjum sem staðið hafa sig vel í umhverfismálum. Athöfnin fer fram á Hilton Reykjavík Nordica á Umhverfisdegi atvinnulífsins. Óskað er eftir tilnefningum fyrir 9. september. Umhverfisfyrirtæki ársins 2015 verður útnefnt auk þess sem Framtak ársins 2015 í umhverfismálum verður verðlaunað.

Dómnefnd velur úr tilnefningum og mun meðal annars skoða eftirfarandi þætti:

Umhverfisfyrirtæki ársins

  • Hefur innleitt umhverfisstjórnunarkerfi
  • Hefur aflað viðurkenninga fyrir starfsemina/afurðirnar
  • Hefur sjálfbæra nýtingu í stefnu sinni
  • Hefur dregið úr úrgangi og nýtir aðföng vel
  • Vinnuumhverfi öruggt
  • Fyrir liggur áætlun um öryggi og heilbrigði á vinnustað
  • Gengur lengra en lög og reglur segja til um til að draga úr áhrifum starfseminnar á umhverfið

Framtak ársins

  • Hefur efnt til athyglisverðs átaks til að draga úr umhverfisáhrifum af starfsemi sinni
  • Hefur komi fram með nýjung – nýja vöru,þjónustu eða aðferð – sem hefur jákvæð umhverfisáhrif og gagnast víða.

Tilnefningar til umhverfisverðlauna atvinnulífsins sendist með tölvupósti á sa@sa.is merkt „Tilnefning til umhverfisverðlauna atvinnulífsins“ eigi síðar en 9. september.

Að Umhverfisdegi atvinnulífsins standa Samtök atvinnulífsins, Samorka, Samtök ferðaþjónustunnar, Samtök fjármálafyrirtækja, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtök iðnaðarins og Samtök verslunar og þjónustu.

undefined

Dagurinn verður haldinn miðvikudaginn 30. september á Hilton Reykjavík Nordica frá kl 8.30-12. Fyrri hlutinn kl. 8.30-10 verður helgaður sameiginlegri dagskrá þar sem flutt verða fróðleg erindi um það hvernig atvinnulífið hefur stuðlað að og getur gert enn betur til að tryggja sjálfbæra nýtingu auðlinda. Erindi flytja Daði Már Kristófersson, umhverfis- og auðlindahagfræðingur og forseti félagsvísindasviðs HÍ, Kristín Vala Matthíasdóttir, efnaverkfræðingur og Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur og rithöfundur. Fundarstjóri er Sigurborg Arnarsdóttir, sérfræðingur í samfélagsábyrgð hjá Össuri.

Seinni hlutinn þ.e. frá kl 10.15-12 verður helgaður málstofum aðildarsamtaka SA þar sem sagðar verða reynslusögur úr fyrirtækjum, sagt frá markverðum framförum og miðlað reynslu á annan hátt.

Dagskrá verður birt 2. september þegar skráning hefst.

Samtök atvinnulífsins