16. desember 2024

Óskað eftir framboðum til stjórnar í lífeyrissjóðum

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Óskað eftir framboðum til stjórnar í lífeyrissjóðum

Leitað er eftir einstaklingum með fjölbreytta reynslu og þekkingu

Samtök atvinnulífsins óska eftir hæfum einstaklingum, sem starfa hjá aðildarfyrirtækjum SA eða hagsmunasamtökum þeirra, til að gefa kost á sér til starfa í stjórnum lífeyrissjóða.

Leitað er eftir einstaklingum með fjölbreytta reynslu og þekkingu, meðal annars reynslu af:

• Lífeyrismálum

• Stjórnun og mannauðsmálum

• Stefnumótun

• Rekstri, þ.m.t. áætlanagerð og reikningshaldi

• Lögfræðilegum málefnum

• Fjármálamarkaði

Úr þeim hópi sem gefur kost á sér til stjórnarstarfa verða tilnefndir þeir sem metnir eru hæfastir í ljósi þeirra eiginleika sem sóst er eftir í viðkomandi stjórn. Stjórnarmenn þurfa að vera lögráða, fjárhagslega sjálfstæðir og hafa gott orðspor og siðferði.

Mat á umsóknum og hæfni er unnið í samvinnu við sérfræðinga í ráðningum og hæfnisnefnd SA.

Um er að ræða eftirfarandi lífeyrissjóði: Birta lífeyrissjóður, Festa lífeyrissjóður, Gildi - lífeyrissjóður, Lífeyrissjóður Rangæinga, Lífeyrissjóður verzlunarmanna, Lífeyrissjóður Vestmannaeyja og Stapi lífeyrissjóður

Umsóknir með kynningarbréfi og ferilskrá sendist í tölvupósti á stjornarseta@sa.is fyrir 31. desember næstkomandi.

Samtök atvinnulífsins hvetja öll til að sækja um.

Samtök atvinnulífsins