Samkeppnishæfni - 

28. desember 2017

Afnema þarf aðgangshindranir að leigubílamarkaðnum

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Afnema þarf aðgangshindranir að leigubílamarkaðnum

Óhjákvæmilegt er að breyta lagaumhverfi leigubíla sem fyrst með því að afnema aðgangshindranir að greininni eins og gert hefur verið í Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi.

Óhjákvæmilegt er að breyta lagaumhverfi leigubíla sem fyrst með því að afnema aðgangshindranir að greininni eins og gert hefur verið í Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í umsögn Samtaka atvinnulífsins til starfshóps samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um heildaryfirferð regluverks um leigubifreiðaakstur. Hópurinn er nú að skoða lagaumhverfi leigubíla og óskaði eftir umsögn SA sem innlegg í þá vinnu.

SA telja að þær aðgangshindranir sem eru í núverandi lögum, einkum með fjöldatakmörkunum á leigubílaleyfum og skyldu til að tilheyra leigubílastöð, feli í sér brot á staðfesturétti skv. 31. gr. EES samningsins. Afnám hindrananna myndi gefa erlendum farveitum á borð við Uber, Lyft og GrabTaxi tækifæri til að koma inn á markaðinn. Þá myndi einnig skapast rými fyrir innlenda frumkvöðla til að koma með séríslenskar lausnir, eins og hefur gerst í sumum borgum Evrópu.

Afnám hindrananna myndi hafa margvísleg jákvæð áhrif í för með sér fyrir neytendur, Reykjavíkurborg og efnahagslífið í heild. Verð mun lækka, umferð verður greiðari, þjónusta batnar, minni þörf verður fyrir bílastæði, engin þörf verður fyrir leigubílastæði, sveigjanleiki, öryggi og nýsköpun eykst auk þess sem afnámið mun fela í sér þjóðhagslegan ábata.

Sjá nánar:

Umsögn SA til starfshóps samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um heildaryfirferð regluverks um leigubifreiðaakstur (PDF)

Samtök atvinnulífsins