Fréttir - 

07. apríl 2016

Líklegt að krónan sé framtíðargjaldmiðill Íslands

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Líklegt að krónan sé framtíðargjaldmiðill Íslands

Tveir þriðju stjórnenda aðildarfyrirtækja SA telja líklegt að íslenska krónan verði framtíðargjaldmiðill þjóðarinnar og einn þriðji að það sé ólíklegt. Þetta kemur fram í nýrri könnun sem var kynnt rétt í þessu á Ársfundi atvinnulífsins sem nú stendur yfir. Í öllum stærðarflokkum fyrirtækja telur meirihluti svarenda að krónan verði framtíðargjaldmiðill þjóðarinnar. Langflest stóru fyrirtækjanna telja líklegt að krónan verði framtíðargjaldmiðill þjóðarinnar (92%), þar á eftir koma örfyrirtækin (70%), þá meðalstór fyrirtæki (68%) og loks lítil fyrirtæki (58%).

Tveir þriðju stjórnenda aðildarfyrirtækja SA telja líklegt að íslenska krónan verði framtíðargjaldmiðill þjóðarinnar og einn þriðji að það sé ólíklegt. Þetta kemur fram í nýrri könnun sem var kynnt rétt í þessu á Ársfundi atvinnulífsins sem nú stendur yfir. Í öllum stærðarflokkum fyrirtækja telur meirihluti svarenda að krónan verði framtíðargjaldmiðill þjóðarinnar. Langflest stóru fyrirtækjanna telja líklegt að krónan verði framtíðargjaldmiðill þjóðarinnar (92%), þar á eftir koma örfyrirtækin (70%), þá meðalstór fyrirtæki (68%) og loks lítil fyrirtæki (58%).

Svörunum var skipt í fjóra flokka eftir stærð þeirra fyrirtækja sem svarendur eru forsvarsmenn fyrir, þ.e. í örfyrirtæki (færri en 10 starfsmenn), lítil fyrirtæki (10-49 starfsmenn, meðalstór fyrirtæki (50-249 starfsmenn) og stór fyrirtæki (250 starfsmenn eða fleiri).

Áhrif vaxtahækkana á rekstur fyrirtækja
Spurt var um hvaða þættir í rekstri fyrirtækjanna verði fyrir mestum áhrifum af vaxtahækkunum. Gefnir voru fimm kostir; fjárfestingar yrðu minni en ella, hagnaður minnkaði, starfsemi flyttist úr landi, starfsmönnum fyrirtækisins fækkaði eða fjölgaði minna en ella og verð á vöru eða þjónustu fyrirtækisins hækkaði.

Mat stjórnenda er að vaxtahækkanir hafi mest áhrif á hagnað, fjárfestingar og verð í þeirri röð, en litlu munar var á vægi hvers þáttar. Áhrifin vaxtahækkana á starfsmannafjölda eru talin mun minni en á aðra þætti og áhrif á staðsetningu hérlendis eða erlendis eru lítil.

Flokkun svara eftir stærð og atvinnugreinum fyrirtækjanna eru eftirfarandi:

Hagnaður. Áhrif vaxtahækkana á hagnað eru mest í meðalstóru fyrirtækjunum en minnst í stóru fyrirtækjunum. Áhrifin eru mest í sjávarútvegi.

Fjárfestingar: Áhrif vaxtahækkana á fjárfestingar eru mest í örfyrirtækjunum en minnst í stóru fyrirtækjunum. Áhrifin eru mest í iðnaði.

Vöruverð: Áhrif vaxtahækkana á verð eru mest í örfyrirtækjunum en minnst í stóru fyrirtækjunum. Áhrifin eru mest í ferðaþjónustu.

Starfsmannafjöldi: Áhrif vaxtahækkana á starfsmannafjölda eru mest í meðalstóru fyrirtækunum en minnst í örfyrirtækjunum. Áhrifin eru mest í ferðaþjónustu.

Staðsetning: Áhrif vaxtahækkana á ákvarðanir um staðsetningu hérlendis eða erlendis eru mest í stóru fyrirtækjunum en minnst í örfyrirtækjunum. Áhrifin eru mest í ferðaþjónustu.

Áhrif óstöðugleika í efnahagsmálum á rekstur fyrirtækja
Spurt var um hvaða þættir í rekstri fyrirtækjanna verði fyrir mestum áhrifum af óstöðugleika í efnahagsmálum (gengissveiflum og vaxandi verðbólgu). Gefnir voru fimm kostir; fjárfestingar yrðu minni en ella, hagnaður minnkaði, starfsemi flyttist úr landi, starfsmönnum fyrirtækisins fækkaði eða fjölgaði minna en ella og verð á vöru eða þjónustu fyrirtækisins hækkaði.

Mat stjórnenda á áhrifum óstöðugleika eru nánast eins og mat þeirra á áhrifum vaxtahækkana. Áhrifin eru mest á hagnað, verð og fjárfestingar í þeirri röð, en litlu munar var á vægi hvers þáttar. Áhrifin vaxtahækkana á starfsmannafjölda eru talin mun minni en á aðra þætti og áhrif á staðsetningu hérlendis eða erlendis eru lítil.

Óstöðugleiki hefur meiri áhrif á hagnað og fjárfestingar minni fyrirtækja en þeirra stærri. Stór fyrirtæki eru líklegri til að flytja starfsemi sína úr landi vegna óstöðugleika. Lítill munur er á áhrifum óstöðugleika á starfsmannafjölda eða vöruverð eftir stærð fyrirtækjanna.

Í samanburði milli atvinnugreina hefur óstöðugleiki mest áhrif á fjárfestingar, hagnað og starfsmannafjölda í sjávarútvegi og ferðaþjónustu. Áhrif óstöðugleika er á vöruverð eru mest í iðnaði og verslun.

Meginmarkmið efnahagsstefnu ríkisstjórna
Markmið um stöðugt verðlag nýtur mests stuðnings stjórnenda sem meginmarkmið ríkisstjórna á hverjum tíma. Stöðugleikamarkmiðið nýtur yfirburða stuðnings umfram önnum markmið í öllum atvinnugreinum og öllum stærðarflokkum fyrirtækja.

Stjórnendurnir voru spurðir að því hver af eftirtöldum sex markmiðum þeir teldu að ættu að vera meginmarkmið efnahagsstefnu ríkisstjórna á hverjum tíma; full atvinna, hagvöxtur, hallalaus rekstur ríkissjóðs, jöfnun lífskjara, lækkun skulda ríkissjóðs og stöðugt verðlag.

Niðurstaðan er sú að stjórnendur raða stöðugu verðlagi í fyrsta sæti og er niðurstaða þeirra afgerandi. Í öðru sæti er hagvöxtur og hallalaus rekstur ríkissjóðs í þriðja sæti. Í fjórða sæti lendir lækkun skulda ríkissjóðs, full atvinna í fimmta sæti og jöfnun lífskjara í því sjötta.

Samtök atvinnulífsins