Fréttir & Greinar

Efst á baugi

26. maí 2016 | Vinnumarkaður
Flugumferðarstjórar komi niður úr skýjunum

Þriðja sumarið í röð þurfa landsmenn að búa við aðstæður þar sem fámennur starfshópur lokar fyrir samgöngur til og frá landinu með verkfallsaðgerðum. Röskun hefur orðið á millilandaflugi og innanlandsflugi vegna yfirvinnubanns flugumferðarstjóra með óþægindum fyrir farþega og tekjutapi aðila í ferðaþjónustu. Þar við bætist álitshnekkir Íslands sem ferðaþjónustulands. Kröfur flugumferðarstjóra um launahækkanir eru langt umfram hækkanir í öðrum kjarasamningum. Yrði gengið að kröfum þeirra raskaðist það dýrkeypta jafnvægi sem komist hefur á kjaramálin og hefðbundið íslenskt höfrungahlaup hefst á ný, þar sem hver hópur knýr fram meiri launahækkanir en sá sem síðast samdi. Afleiðingarnar eru vel þekktar; verðbólga eykst, vextir hækka og að lokum…

Lesa áfram

26. maí 2016 | Vinnumarkaður
Umræða um styttingu vinnutíma á villigötum

Á dögunum var haldið málþing um styttingu vinnuvikunnar á vegum BSRB og Reykjavíkurborgar. Í erindi sem sem Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, hélt á málþinginu sagði hann frumvarpið, sem lagt var fram af þingmönnum Pírata, Samfylkingarinnar og Vinstri grænum, vega að rótum íslenska kjarasamningalíkansins og vera atlögu að samningsfrelsinu. Fjallað er um málið í Viðskiptablaðinu 19. maí þar sem er rætt við Hannes. Í samtali við Viðskiptablaðið segir Hannes alla umræðu um styttingu vinnutíma á Íslandi byggjast á grafalvarlegum misskilningi. „Íslendingar skilgreini hugtakið „vinnutíma“ öðruvísi en almennt gerist erlendis sem brengli allan samanburð og ýkir lengd vinnutíma hér á landi miðað við aðrar þjóðir.…

Lesa áfram

26. maí 2016 | Menntamál
HR úthlutar 24 milljónum til rannsókna í samstarfi við atvinnulífið

Öflug tengsl við atvinnulífið eru ein af grunnstoðum Háskólans í Reykjavík og vinna nemendur og fræðimenn meðal annars rannsóknar- og nýsköpunarverkefni í samstarfi við fyrirtæki og stofnanir. Nýverið úthlutuðu samráðsnefndir HR og eftirfarandi samstarfsaðilar háskólans 24 milljónum til rannsóknarverkefna meistara- og doktorsnema við HR. Icelandair  Group Icelandair  Group veitir 5 milljónir króna í eftirfarandi rannsóknaverkefni á meistara- og doktorsstigi við HR skólaárið 2016-2017: Impact of Icelandair's social media message design and content on customer behavior, undir leiðsögn Valdimars Sigurðssonar, dósents og R. G. Vishnu Menon, stundakennara við viðskiptadeild. Monitoring cognitive workload in aviation by monitoring speech, undir l…

Lesa áfram

Aðildarfélög

Samtök atvinnulífsins eru heildarsamtök íslensks atvinnulífs með sex aðildarsamtökum sem starfa á grunni atvinnugreina. Yfir 2.000 fjölbreytt fyrirtæki eiga aðild að Samtökum atvinnulífsins, allt frá sjálfstætt starfandi frumkvöðlum til stærstu fyrirtækja landsins. Hjá aðildarfyrirtækjum SA starfa um 70% launafólks á almennum vinnumarkaði. Við erum Samtök atvinnulífsins ...