Fréttir & Greinar

Efst á baugi

23. ágú. 2016 | Fréttir
Þorsteinn Viglundsson söðlar um

Þorsteinn Víglundsson hefur ákveðið að gefa kost á sér í framboð til Alþingis fyrir Viðreisn. Hann lætur nú þegar af störfum hjá Samtökum atvinnulífsins og mun Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri, stýra starfi samtakanna uns nýr framkvæmdastjóri hefur verið ráðinn. Þorsteinn var ráðinn framkvæmdastjóri SA í mars 2013. Björgólfur Jóhannsson formaður SA: „Undanfarin ár hafa mörg mjög jákvæð skref verið stigin í íslensku atvinnulífi og hefur Þorsteinn stýrt starfi SA á tímum mikilla breytinga.  Hann hefur verið mjög farsæll í sínum störfum og verið lykilmaður við að móta nýtt vinnumarkaðslíkan á íslenskum vinnumarkaði. Það er eftirsjá af Þorsteini hjá SA, en um leið er ánægjulegt að sjá öflugan forystumann í íslensku atvinnulífi gef…

Lesa áfram

23. ágú. 2016 | Vinnumarkaður
Strax í dag!

Fyrir Alþingiskosningarnar 2013 var samstaða um það meðal allra stjórnmálaflokka sem sæti áttu á Alþingi að lækka þyrfti tryggingagjaldið. Afstaða þeirra var ítrekuð á opnum umræðufundi Samtaka atvinnulífsins í nóvember 2015 þar sem fjallað var um fjárlög ríkisins. Gjaldið lækkaði um 0,5 prósentustig þann 1. júlí síðastliðinn, í 6,85%, en svigrúm er til enn frekari lækkunar og hvetja Samtök atvinnulífsins Alþingi til að lækka gjaldið nú þegar en það kemur harðast niður á minni fyrirtækjunum vegna hás launahlutfalls í rekstri þeirra. Svigrúm er til að lækka tryggingagjaldið um 1,5 prósentustig til viðbótar eða um 18 milljarða króna. Félagsmálaráðherra, Eygló Harðardóttir, lýsti því nýlega yfir að hún vilji ekki lækka tryggingagjaldið heldur …

Lesa áfram

15. ágú. 2016 | Vinnumarkaður
Umsögn SA um drög að frumvarpi um almannatryggingar

Samtök atvinnulífsins hvetja til þess að frumvarpið verði samþykkt. Frumvarpið felur annars vegar í sér brýnar umbætur á bótakerfi ellilífeyrisþega, hægfara hækkun lífeyrisaldurs, sveigjanleika við töku hans og möguleika á hálfum lífeyri með frestun hins hlutans og hins vegar þriggja ára aðlögun að upptöku starfsgetumats í stað örorkumats sem löngu er orðin tímabær. Tillögur frumvarpsins byggja á samfelldu, fjölskipuðu nefndarstarfi í rúman áratug og tímabært að Alþingi ljúki því með lögfestingu niðurstöðu þessa mikla starfs. Verði frumvarpið ekki lögfest á þessu þingi er líklegt að málefni þess lendi enn á ný í hringuiði kosniongabarátturnnar fyrir komandi kosningar til Alþingis og þeim langtímamarkmiðum sem frumvarpinu er ætlað að ná ver…

Lesa áfram

Aðildarfélög

Samtök atvinnulífsins eru heildarsamtök íslensks atvinnulífs með sex aðildarsamtökum sem starfa á grunni atvinnugreina. Yfir 2.000 fjölbreytt fyrirtæki eiga aðild að Samtökum atvinnulífsins, allt frá sjálfstætt starfandi frumkvöðlum til stærstu fyrirtækja landsins. Hjá aðildarfyrirtækjum SA starfa um 70% launafólks á almennum vinnumarkaði. Við erum Samtök atvinnulífsins ...