Forsíða - Samtök atvinnulífsins

Fréttir & Greinar

Efst á baugi

28. sep. 2016 | Efnahagsmál
Heilbrigð samkeppni: Áskoranir og tækifæri í íslenskri heilbrigðisþjónustu

Efnahagssvið Samtaka atvinnulífsins kynnti í morgun greiningu sína á íslensku heilbrigðiskerfi á opnum umræðufundi Samtaka atvinnulífsins, Samtaka heilbrigðisfyrirtækja og Samtaka verslunar og þjónustu. Nefnist greiningin „Heilbrigð samkeppni: Áskoranir og tækifæri í íslenskri heilbrigðisþjónustu“   Þó íslenska þjóðin sé ein sú yngsta meðal OECD ríkja þá eldist hún hratt. Einstaklingar eldri en 65 ára eru nú ríflega 13% Íslendinga en áætlað er að árið 2040 verði þeir orðnir nærri fjórðungur. Mikil fjölgun í eldri aldurshópum er því handan við hornið. Öldrun þjóðarinnar verður skattgreiðendum dýr. Á sama tíma og öldruðum mun fjölga hratt mun fjöldi þeirra sem er á vinnumarkaði nánast standa í stað. Færri vinnandi hendur munu því standa að b…

Lesa áfram

22. sep. 2016 | Fréttir
Hóflegar launahækkanir eru almannagæði

Steinar Holden, prófessor við Oslóarháskóla var fenginn til þess af heildarsamtökum á vinnumarkaði að semja tillögur að nýju ferli við gerð kjarasamninga hér á landi. Hann skilaði nýlega bráðabirgðaskýrslu þar sem hann fjallar um reynsluna af núverandi ferli og hvaða úrbætur geti komið til greina. Almenn varnaðarorð Steinars eiga brýnt erindi til Íslendinga. Íslendingar hafa ekki dregið lærdóm af dýrkeyptri og síendurtekinni reynslu af ýktum hagsveiflum þar sem á skiptast ofþensluskeið og langvarandi kreppur með viðeigandi umbótum. Að mati Steinars geta launahækkanir sem ekki samrýmast verðbólgumarkmiði Seðlabankans og meðfylgjandi of hröð kaupmáttaraukning leitt til harkalegrar niðursveiflu. Af þeirri ástæðu sé afar brýnt að koma í veg fyr…

Lesa áfram

22. sep. 2016 | Samkeppnishæfni
Stóraukinn áhugi á samfélagsábyrgð

Dagana 12.-13. október fer fram ráðstefna norrænna fyrirtækja í Osló sem hafa skrifað undir Global Compact – sáttmála Sameinuðu þjóðanna um samfélagsábyrgð. Samtök atvinnulífsins eru tengiliður Íslands við Global Compact. Ráðstefnan í október er helguð sjálfbærri þróun. Fyrir ári síðan samþykktu ríkisstjórnir víðs vegar um heiminn 17 markmið (e. Sustainable Developement Goals) um að útrýma fátækt, vernda jörðina og tryggja velferð allra. Fyrirtæki leika lykilhlutverk ef þessi háleitu markmið eiga að nást, með öflugu nýsköpunarstarfi og þróun á nýrri tækni og þjónustu. Markmiðin verða til umfjöllunar í Osló en mörg framsæknustu fyrirtæki Norðurlanda taka þátt. Meðal gesta ráðstefnunnar er Hákon krónprins Noregs sem hefur látið sig sjálfbær þ…

Lesa áfram

Aðildarfélög

Samtök atvinnulífsins eru heildarsamtök íslensks atvinnulífs með sex aðildarsamtökum sem starfa á grunni atvinnugreina. Yfir 2.000 fjölbreytt fyrirtæki eiga aðild að Samtökum atvinnulífsins, allt frá sjálfstætt starfandi frumkvöðlum til stærstu fyrirtækja landsins. Hjá aðildarfyrirtækjum SA starfa um 70% launafólks á almennum vinnumarkaði. Við erum Samtök atvinnulífsins ...