Forsíða - Samtök atvinnulífsins

Fréttir & Greinar

Efst á baugi

23. feb. 2017 | Vinnumarkaður
Er betur heima setið?

Öll getum við verið sammála um að launamunur vegna kynferðis á ekki að líðast á Íslandi. Ef grunur leikur á að hann sé til staðar þá getum við verið ósammála um leiðirnar sem taka á þeim vanda. Til stendur að leggja fram frumvarp um lögfestingu jafnlaunastaðalsins en í því felst að ríflega 1.200 fyrirtæki verða skikkuð til að taka upp vinnubrögð sem krafist er í staðlinum. Engin önnur þjóð hefur farið þessa leið og hvergi í heiminum eru staðlar lögfestir. Þó að launajafnrétti sé göfugt markmið þá er jafnlaunavottun kostnaðarsamt og flókið ferli og rétt að staldra við og spyrja sig hvort hún muni skila tilætluðum árangri. Það hversu litla umræðu meginniðurstöður skýrslu Velferðarráðuneytisins frá 2015 hefur fengið er því umhugsunarefni. Þar …

Lesa áfram

23. feb. 2017 | Vinnumarkaður
Óþekk(t)i embættismaðurinn

Við Reykjavíkurtjörn horfir óþekkti embættismaðurinn í verki Magnúsar Tómassonar yfir fuglagerið með skjalatösku í annarri hendi. Hann er í þungum þönkum, áhyggjufullur og íhugar um þessar mundir óheillaþróun launa æðstu embættismanna ríkisins. Hann áttar sig á því að úrskurður kjararáðs um laun æðstu embættismanna ríkisins veldur því að landsmenn allir vildu gjarnan fá sömu launhækkanir. Hann hugsar sinn gang enda veit hann að hið opinbera er leiðandi í launaþróun í landinu.  Embættismaðurinn veit að það er ekki skattheimta ríkisins sem skapar svigrúm til launahækkana í landinu. Þar ráða aðrir þættir. Verðmætasköpun fyrirtækjanna og aukin framleiðni ræður því hvernig launin þróast. Efnahagsástand, gengi krónunnar, vextir ásamt almennum rek…

Lesa áfram

21. feb. 2017 | Fréttir
Auglýst eftir stjórnarmönnum í lífeyrissjóði

Samtök atvinnulífsins óska eftir umsóknum frá hæfum einstaklingum til að taka að sér stjórnarstörf í lífeyrissjóðum. Í auglýsingu SA sem birt var í dag kemur fram að samkvæmt kjarasamningi SA og ASÍ skipa samtökin helming stjórnarmanna í þeim sjö lífeyrissjóðum sem eru á samningssviði aðila og er framkvæmdastjórn SA falin tilnefning stjórnarmanna. Samkvæmt reglum sem gilda frá janúar 2017 skulu SA óska með áberandi hætti eftir því að hæfir einstaklingar, sem starfa hjá aðildarfyrirtækjum SA eða hagsmunasamtökum þeirra, gefi kost á sér til starfa í stjórnum lífeyrissjóða. Leitað er eftir einstaklingum með fjölbreytta reynslu og þekkingu m.a. á lífeyrismálum, stjórnun, stefnumótun, áætlanagerð og reikningshaldi, lögfræðilegum málefnum og fj…

Lesa áfram

Aðildarfélög

Samtök atvinnulífsins eru heildarsamtök íslensks atvinnulífs með sex aðildarsamtökum sem starfa á grunni atvinnugreina. Yfir 2.000 fjölbreytt fyrirtæki eiga aðild að Samtökum atvinnulífsins, allt frá sjálfstætt starfandi frumkvöðlum til stærstu fyrirtækja landsins. Hjá aðildarfyrirtækjum SA starfa um 70% launafólks á almennum vinnumarkaði. Við erum Samtök atvinnulífsins ...