Forsíða - Samtök atvinnulífsins

Fréttir & Greinar

Efst á baugi

22. mar. 2017 | Fréttir
Ársfundur atvinnulífsins 2017

Ársfundur atvinnulífsins 2017 verður haldinn miðvikudaginn 29. mars í Hörpu. Sérstakur gestur fundarins er Zanny Minton Beddoes, aðalritstjóri tímaritsins Economist, sem mun fjalla um stöðu efnahagsmála á alþjóðlegum vettvangi og horfurnar framundan. Björgólfur Jóhannsson, formaður Samtaka atvinnulífsins 2013-2017 ávarpar fundinn ásamt Bjarna Benediktssyni, forsætisráðherra. Halldór Baldursson, teiknari, verður á staðnum og rýnir í samfélagsspegilinn og raddir atvinnulífsins munu óma um Hörpu. Þau Heiðar Guðjónsson, hagfræðingur og stjórnarformaður Fjarskipta, Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, Stefanía G. Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri CCP á Íslandi rýna í stöðu mála og tækifærin framundan. Fundarstjóri er Halldór Benjam…

Lesa áfram

16. mar. 2017 | Fréttir
Vonbrigði með ákvörðun peningastefnunefndar

"Peningastefnunefnd hefur ákveðið að halda vöxtum óbreyttum. Það eru mikil vonbrigði fyrir atvinnulífið enda sterk rök fyrir vaxtalækkun í kjölfar afnáms fjármagnshafta. Verðbólga hefur verið undir 2,5% markmiðinu í þrjú ár samfleytt og verðbólguvæntingar eru það einnig. Það segir sína sögu. Sterk rök eru því fyrir lækkun stýrivaxta, einkum þar sem Seðlabankinn hefur í spám sínum byggt á veikara gengi krónunnar en nú er. Öll rök hníga að því að verðbólgu sé ofspáð í nánustu framtíð.  Það stefnir í áframhaldandi styrkingu krónunnar verði ekki gripið í taumana. Afnám hafta virðist hafa heppnast vel enda styrktist krónan á fyrsta haftalausa deginum, og miðað við traust innlendra og erlendra markaðsaðila á íslensku efnahagslífi mun hún styrkjas…

Lesa áfram

14. mar. 2017 | Fréttir
Formannskjör Samtaka atvinnulífsins 2017

Rafræn kosning formanns Samtaka atvinnulífsins fyrir starfsárið 2017-2018 er hafin meðal aðildarfyrirtækja samtakanna. Björgólfur Jóhannsson, formaður SA 2013-2017 og forstjóri Icelandair Group, gefur ekki kost á sér til endurkjörs. Kjörgengir til embættis formanns SA eru stjórnendur og stjórnarmenn aðildarfyrirtækja og aðildarfélaga samtakanna. Eyjólfur Árni Rafnsson gefur kost á sér sem nýr formaður SA. Félagsmenn SA hafa fengið send lykilorð til að taka þátt í formannskjörinu. Hægt er að kjósa til kl. 16, þriðjudaginn 28. mars. Félagsmenn SA geta kosið hér Framkvæmd formannskjörs SA er í höndum Outcome-kannana. Fyrirspurnir og óskir um aðstoð sendist í tölvupósti á konnun@outcomekannanir.is. Aðalfundur Samtaka atvinnulífsins verður hald…

Lesa áfram

Aðildarfélög

Samtök atvinnulífsins eru heildarsamtök íslensks atvinnulífs með sex aðildarsamtökum sem starfa á grunni atvinnugreina. Yfir 2.000 fjölbreytt fyrirtæki eiga aðild að Samtökum atvinnulífsins, allt frá sjálfstætt starfandi frumkvöðlum til stærstu fyrirtækja landsins. Hjá aðildarfyrirtækjum SA starfa um 70% launafólks á almennum vinnumarkaði. Við erum Samtök atvinnulífsins ...