Forsíða - Samtök atvinnulífsins

Fréttir & Greinar

Efst á baugi

7. des. 2016 | Fréttir
Ósanngjörn samkeppnisstaða bitnar á neytendum

Ósanngjörn samkeppnisstaða á fjármálamarkaði  bitnar  á neytendum. Þetta kom fram í ræðu Birnu Einarsdóttir, formanns stjórnar Samtaka fjármálafyrirtækja, á SFF-deginum sem fór nýverið fram. Birna vísaði til þess að einungis hluti lánveitenda á Íslandi greiða svokallaðan bankaskatt meðan að aðrir gera það ekki. Bankaskatturinn er dreginn af skuldum fjármálafyrirtækja og getur því haft áhrif á þau lánakjör sem hægt er að bjóða neytendum og fyrirtækjum. Fram kom í ræðu Birnu að ein af megináherslum samtakanna sé að vinna að jöfnum skilyrðum fyrir öll fjármálafyrirtæki sem keppa á sama markaði, án tillits til stærðar og eignarhalds. Eins og fram kemur í nýju ársriti SFF munu aðildarfélög samtakanna greiða tæpa níu milljarða í bankaskatt á þess…

Lesa áfram

5. des. 2016 | Efnahagsmál
Höldum við rétt á spöðunum? Greining efnahagssviðs SA á stöðu og framtíð sveitarfélaga á Íslandi

Þrátt fyrir að tekjur íslenskra sveitarfélaga á hvern íbúa hafi á föstu verðlagi vaxið um fjórðung síðastliðin 14 ár samhliða efnahagslegum uppgangi hefur afkoma sveitarfélaga versnað. Útgjöld sveitarfélaga hafa aldrei verið meiri og var sameiginleg rekstrarniðurstaða þeirra neikvæð árið 2015. Þó afkoma stærstu sveitarfélaganna á fyrri árshelmingi þessa árs gefi tilefni til aukinnar bjartsýni má lítið út af bregða til að staðan breytist sviplega og gæti órói á vinnumarkaði og vaxandi launakostnaður snúið góðri stöðu. Núverandi hagvaxtarskeið sem staðið hefur yfir í sex ár mun einn daginn enda taka. Verulegt áhyggjuefni er því hversu slök rekstrarafkoma sveitarfélaga er á þessum uppgangstíma þrátt fyrir að skattprósentur séu flestar í botni.…

Lesa áfram

5. des. 2016 | Samkeppnishæfni
ASÍ gegn almannahagsmunum?

Nýlega hefur komið fram að Alþýðusamband Íslands vill ekki að unnt sé að ljúka málum gagnvart ákvörðunum stjórnvalda án þess að þurfa að eiga á hættu löng og kostnaðarsöm málaferli. Undanfarin ár hafa verið settar á fót úrskurðarnefndir sem almenningur (fólk, félagasamtök, fyrirtæki) getur áfrýjað til ákvörðunum opinberra stofnana. Þar má nefna úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála, áfrýjunarnefnd neytendamála, úrskurðarnefnd póst- og fjarskiptamála og kærunefnd jafnréttismála. Einnig má nefna yfirskattanefnd sem úrskurðar um kærur vegna ákvarðana ríkisskattstjóra og er lokaniðurstaða mála fyrir skattyfirvöldin. Það sem er sammerkt með þessum nefndum er að þar getur fólk leitað réttar síns og þegar úrskurður fellur því í hag er málinu l…

Lesa áfram

Aðildarfélög

Samtök atvinnulífsins eru heildarsamtök íslensks atvinnulífs með sex aðildarsamtökum sem starfa á grunni atvinnugreina. Yfir 2.000 fjölbreytt fyrirtæki eiga aðild að Samtökum atvinnulífsins, allt frá sjálfstætt starfandi frumkvöðlum til stærstu fyrirtækja landsins. Hjá aðildarfyrirtækjum SA starfa um 70% launafólks á almennum vinnumarkaði. Við erum Samtök atvinnulífsins ...