Forsíða - Samtök atvinnulífsins

Fréttir & Greinar

Efst á baugi

21. okt. 2016 | Fréttir
Upptaka frá kappræðum stjórnmálaflokkanna í Hörpu

Samtök atvinnulífsins og Viðskiptaráð Íslands efndu til opins umræðufundar um atvinnulífið og stefnu flokkanna fyrir Alþingiskosningarnar 2016 í Hörpu þriðjudaginn 18. október. Hver bakar þjóðarkökuna? var yfirskrift fundarins en hátt í 2.000 manns fylgdust með umræðunum í Norðurljósasal Hörpu og beinni útsendingu á netinu. Fulltrúar stjórmálaflokka sem sæti eiga á Alþingi eða hafa mælst með yfir 5% fylgi í skoðanakönnunum tóku þátt: Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, Oddný G. Harðardóttir, formaður Samfylkingarinnar, Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins og utanríkisráðherra, Smári McCarthy, frambj…

Lesa áfram

20. okt. 2016 | Fréttir
Metnaðarfull áform um eflingu starfsmenntunar

Fyrirtækin í landinu leggja sífellt meiri áherslu á menntun og þjálfun starfsmanna sinna og að þeir nýti þekkingu og reynslu sem þeir hafa aflað með skólagöngu en ekki síður með námi tengdu starfi. Vinnustaðurinn er námsstaður þar sem mikilvæg hæfni verður til, starfsþróun og nýsköpun. Fólk lærir nýja hluti alla ævi, tileinkar sér tækni og fylgist með þróun samfélagsins og þess sem hæst ber í eigin fyrirtæki og atvinnugrein. Samtök atvinnulífsins hafa endurspeglað þessa áherslur í sínu starfi með stefnumótun, þátttöku í fjölmörgum verkefnum, fundahöldum og með árlegum menntadegi atvinnulífsins. Nýlega undirrituðu Samtök atvinnulífsins, verkalýðshreyfingin og mennta- og menningarmálaráðuneytið tvær stefnumarkandi yfirlýsingar á sviði starfsm…

Lesa áfram

19. okt. 2016 | Fréttir
Íslendingar segja atvinnurekstur undirstöðu velferðar

Ný könnun Gallup sýnir að nærri níu af hverjum tíu Íslendingum eru sammála því að atvinnurekstur sé undirstaða velferðar í samfélaginu. Könnunin var gerð fyrir Samtök atvinnulífsins og Viðskiptaráð Íslands, en niðurstöðurnar voru kynntar á opnum umræðufundi SA og VÍ í Hörpu með frambjóðendum stjórnmálaflokkanna. Eins telja níu af hverjum tíu að stjórnvöld eigi að stuðla að hagstæðu rekstrarumhverfi fyrirtækja og tveir af hverjum þremur eru ósammála því að stjórnmálamenn eigi að beita sér í málefnum einstakra fyrirtækja. Um 84% Íslendinga telja að það sé ábatasamt fyrir samfélagið að fyrirtæki skili hagnaði og þrír af hverjum fjórum telja að aukinn hagnaður fyrirtækja sé jákvæður fyrir samfélagið. Landsmenn treysta íslenskum fyrirtækjum í au…

Lesa áfram

Aðildarfélög

Samtök atvinnulífsins eru heildarsamtök íslensks atvinnulífs með sex aðildarsamtökum sem starfa á grunni atvinnugreina. Yfir 2.000 fjölbreytt fyrirtæki eiga aðild að Samtökum atvinnulífsins, allt frá sjálfstætt starfandi frumkvöðlum til stærstu fyrirtækja landsins. Hjá aðildarfyrirtækjum SA starfa um 70% launafólks á almennum vinnumarkaði. Við erum Samtök atvinnulífsins ...