Fréttir - 

15. mars 2018

Fræðsluefni um ný persónuverndarlög

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Fræðsluefni um ný persónuverndarlög

Með nýjum persónuverndarlögum, sem áætlað er að taki gildi 25. maí næstkomandi, verða lagðar ýmsar nýjar skyldur á fyrirtæki landsins. Samtök atvinnulífsins hafa að því tilefni gefið út fræðsluefni sem er aðgengilegt félagsmönnum á vinnumarkaðsvef samtakanna.

Með nýjum persónuverndarlögum, sem áætlað er að taki gildi 25. maí næstkomandi, verða lagðar ýmsar nýjar skyldur á fyrirtæki landsins. Samtök atvinnulífsins hafa að því tilefni gefið út fræðsluefni sem er aðgengilegt félagsmönnum á vinnumarkaðsvef samtakanna.

Ný lög um persónuvernd byggja á reglum Evrópusambandsins. Markmið þeirra er að auka vernd og réttindi einstaklinga á Evrópska efnahagssvæðinu. Einstaklingar munu, innan ákveðinna marka, eiga rétt á að andmæla vinnslu persónuupplýsinga og óska eftir aðgangi, afriti, flutningi, leiðréttingu, takmörkun og eyðingu persónuupplýsingum um sig. Þá munu þeir geta afturkallað samþykki sitt fyrir vinnslu persónuupplýsinga, í þeim tilvikum sem vinnsla persónuupplýsinga styðst við samþykki.

Fyrirtækjum ber m.a. að halda sérstaka skrá yfir vinnslu persónuupplýsinga, setja sér auðskiljanlega persónuverndarstefnu, sjá til þess að persónuvernd sé innbyggð í nýjan hugbúnað og upplýsingakerfi og að framkvæmt sé mat á áhrifum á persónuvernd ef vinnsluaðferð er áhættusöm. Öll öryggisbrot skal tilkynna til Persónuverndar.

Mikilvægt er að stjórnendur fyrirtækja kynni sér vel þær breytingar sem eru í vændum og hefjist handa við að aðlaga starfsemi sína að nýja regluverkinu, sé sú vinna ekki þegar hafin. Brot á reglunum getur varðað sekt sem nemur allt að 4% af árlegri heildarveltu fyrirtækis á heimsmarkaði eða 20 milljónum evra, eftir því hvort er hærra.

Á vinnumarkaðsvef SA má finna nokkur hagnýt persónuverndarsniðmát og ráðgjöf vegna innleiðingar nýrra persónuverndarreglna. Auk þess má finna svör við mörgum algengum spurningum um persónuvernd og nýju persónuverndarlögin. Á vefnum er einnig sérstök umfjöllun um notkun samfélagsmiðla ásamt fyrirlestrum um persónuvernd sem birst hafa undanfarið á málstofum á vegum Samtaka atvinnulífsins og aðildarfélaga samtakanna.

Það er von Samtaka atvinnulífsins að efnið komi til með að nýtast fyrirtækjum vel við þær áskoranir sem framundan eru.

Sjá nánar:

Fræðsluefni á vinnumarkaðsvef SA

Tengdar fréttir:

Aldarfjórðungs klaufagangur

Ný persónuverndarlöggjöf 2018

Samtök atvinnulífsins