Kosningaáherslur atvinnulífsins

Grunnur að næsta vaxtarskeiði Íslands

Þetta eru áríðandi skilaboð til frambjóðenda:

Er ekki komið nóg af þrasi um það sem engu máli skiptir?

Beinum athyglinni að því sem skiptir máli og höldum okkur við aðalatriðin.

Stöðugleiki

Stöðugleika strax á dagskrá

Efnahagslegur stöðugleiki er lykillinn að hagsæld almennings og velgengni fyrirtækja, en svo að hann náist þá þarf ríkissjóður að verða hallalaus ekki síðar en 2026. Hvaða frambjóðendur ætla að setja hallalaus fjárlög strax á dagskrá?

• Ríkisfjármál í jafnvægi

• Vinnumarkaður í jafnvægi

• Húsnæðismarkaður í jafnvægi

Skoða gögn

Orka

Orka er lykillinn að hagsæld

Til að full orkuskipti geti orðið að veruleika, þá þarf tvöföldun á orkuframleiðslu. Jákvæðir hvatar sem styðja við fjárfestingu í grænum lausnum og innleiðingu á nýrri tækni gætu flýtt þróuninni til muna. Hvaða frambjóðendur ætla að setja raunhæf markmið í orkumálum?

• Aukin græn, hagkvæm orkuframleiðsla

• Raunhæf markmið í loftslagsmálum sem taka mið af tækniþróun og stöðu orkumála

• Jákvæðir hvatar í stað skatta, boða og banna

Skoða gögn

Samkeppnishæfni

Sköpum samkeppnishæft atvinnulíf

Skattahækkanir skerða alþjóðlega samkeppnisstöðu íslenskra fyrirtækja. Hófleg skattheimta og skilvirkt regluverk eru einar af undirstöðum hagsældar atvinnulífsins. Hvaða frambjóðendur vilja greiða leið fyrirtækja, en ekki leggja stein í götu þeirra?

• Hófleg skattheimta, skattar skapa ekki verðmæti

• Einfaldar, skilvirkar og góðar reglur – afhúðun óskast

• Skilvirkt eftirlit

Skoða gögn

Oddvitakönnun

Í aðdraganda kosninga var gerð könnun á vegum Samtaka atvinnulífsins sem send var út til oddvita flokka á landsvísu. Könnunin varpar kastljósinu á aðalatriði atvinnulífsins og voru niðurstöðurnar kynntar formlega á kosningafundi í Grósku þann 7. nóvember.

Sjá niðurstöður

Report slice

SOS

Aðalatriði atvinnulífsins

Graphic sliceGraphic slice