„Við gerum allt með þeim hætti að okkur líður vel í hjartanu með það.“

„Við gerum allt með þeim hætti að okkur líður vel í hjartanu með það.“

Eva María og Birna Hrönn í Pink Iceland

„Að tilheyra er ein sterkasta tilfinning sem þú getur haft sem manneskja. Ef þú tilheyrir ekki neinum eða neinu umhverfi þá áttu hvergi heima. Og ég held að það sé það sem gerist í ferðunum okkar – að um leið og gesturinn sest upp í bíl þá er bara eitthvað við það. Þér líður ekki eins og manneskjan fyrir framan þig sé að rukka þig.“

Pink Iceland er frumkvöðlafyrirtæki sem sérhæfir sig í ferðaþjónustu og skipulagi á giftingarathöfnum. Þrátt fyrir að fyrirtækið hafi upprunalega verið stofnað til að gefa saman hinsegin hjónaefni færist sífellt í aukana að gagnkynhneigð pör óski eftir þjónustunni sem fyrirtækið veitir. Á hverju ári kemur Pink Iceland að um 120 giftingum úti um allt land, og eru þær allar sérsniðnar að hverjum kúnna. Fyrirtækið hefur verið starfrækt frá árinu 2011 og er rekið af þeim Evu Maríu, Birnu Hrönn og Hannesi Sasi.

----

Íslensk fyrirtæki eru jafn ólík og þau eru mörg, áskoranirnar mismunandi og enginn vinnudagur eins. Þessu viljum við fagna með því að segja sögur af alls konar fólki í rekstri og þeim ótal viðfangsefnum sem það fæst við í daglegu amstri. Litríkt og blómlegt atvinnulíf skiptir okkur öll máli.