„Samfélagið gerir þá kröfu á okkur að við hugsum um meira heldur en bara krónur og aura.“

„Samfélagið gerir þá kröfu á okkur að við hugsum um meira heldur en bara krónur og aura.“

Heiða í Netpörtum

„Við erum ekki í forstjóraleik – það taka allir þátt og við gerum þetta saman. Það held ég að tryggi góðan anda. Businessinn gengur út á að skila einhverjum hagnaði en samfélagið gerir kröfu á okkur að hugsa um meira en krónur og aura.“

Netpartar ehf. starfar sem umhverfisvæn endurvinnsla og verslun á notuðum varahlutum bifreiða. Framkvæmdarstjóri og stofnandi fyrirtækisins, Aðalheiður Jacobsen, stofnaði fyrirtækið 2009. Hugmyndafræði rekstursins byggir á hringrásarhagkerfinu og samfélagslegri ábyrgð, og stefnir fyrirtækið að því að hámarka umhverfisvæna endurnýtingu á hráfefni úr bifreiðum sem komnar eru úr notkun.

----

Íslensk fyrirtæki eru jafn ólík og þau eru mörg, áskoranirnar mismunandi og enginn vinnudagur eins. Þessu viljum við fagna með því að segja sögur af alls konar fólki í rekstri og þeim ótal viðfangsefnum sem það fæst við í daglegu amstri. Litríkt og blómlegt atvinnulíf skiptir okkur öll máli.