„Það sem er langmikilvægast er mannauðurinn“

„Það sem er langmikilvægast er mannauðurinn“

Guðrún í Kokku

Guðrún Jóhannesdóttir er einn stofnenda verslunarinnar Kokku á Laugavegi. Verslunin selur flest sem tengist því að elda og njóta matar, en Guðrún segist alla tíð hafa haft mjög „nördalegan“ áhuga á eldhúsi og mat. Hún segir ekki skipta máli hvað hún er að gera í vinnunni. „Mér er eiginlega sama hvort ég er að taka upp sendingu, reikna út verð eða hreinlega þrífa klósettin. Ég geri bara það sem þarf að gera.“ Og það er alltaf eitthvað að gera. “Ég veit ekki hvert þessi tuttugu ár fóru síðan ég byrjaði. Það gerðist bara.”

----

Íslensk fyrirtæki eru jafn ólík og þau eru mörg, áskoranirnar mismunandi og enginn vinnudagur eins. Þessu viljum við fagna með því að segja sögur af alls konar fólki í rekstri og þeim ótal viðfangsefnum sem það fæst við í daglegu amstri. Litríkt og blómlegt atvinnulíf skiptir okkur öll máli.