Orka er lykillinn að hagsæld

Orka

Samtaka um græna orku

  1. Aukin græn hagkvæm orkuframleiðsla
  2. Raunhæf markmið í loftslagsmálum sem taka mið af tækniþróun og stöðu orkumála
  3. Jákvæðir hvatar í stað skatta, boða og banna - byggjum meira, hagkvæmar og ódýrar

Forsenda græns vaxtarskeiðs er að næsta ríkisstjórnin tryggi aukið orkuframboð um 2,1 TWst

Orkuskiptin munu krefjast um 16 TWst, auk annarrar fyrirséðrar aukningar í eftirspurn um 6 TWst, samtals 22 TWst til 2050

Markmið um samdrátt í losun þurfa að taka mið af tækniþróun og stöðu orkumála

Markmið eru mikilvæg, þau varða veginn, þau þurfa þess vegna að vera raunhæf og skynsamleg

Ótímabær skattlagning getur leitt til óhagkvæmra fjárfestinga

Ef hagkvæm tækni er ekki til staðar getur græn skattlagning haft neikvæð þjóðhagsleg áhrif í formi slæmra fjárfestinga

Ótímabær skattlagning veldur þjóðhagslegu tapi

Þegar kemur að orkuskiptum og nýtingu grænna lausna er mikilvægt að fjárfestingar í nýrri tækni séu stilltar af þannig að þær nái sem mestum ávinningi, fjárhagslega og umhverfislega.

Það er því til lítils, og getur valdið þjóðhagslegu tapi, að leggja á græna skatta áður en hagkvæm tækni til orkuskipta er til staðar. Skattlagningin verður þá ekki sá græni hvati sem henni er ætlað að vera heldur hrein skattheimta án þess að umhverfishegðun breytist.

Skattlagningin dregur á sama tíma úr getu fyrirtækja til grænna fjárfestinga. Þá gæti hún þvingað fyrirtæki til að ráðast í óhagkvæmar fjárfestingar sem skila takmörkuðum umhverfislegum ávinningi.

Sé skattlagningu beitt í því skyni að skapa hvata til umhverfisvænni lausna þarf að tryggja að tæknin sé til staðar til að innleiða slíkar lausnir.

Einnig er mikilvægt að yfirvöld nýti grænar tekjur til að styðja við markmiðin, m.a. með innviðauppbyggingu og stuðningi við nýsköpun á sviði orku- og loftslagsmála. Grænt bókhald (gagnsæi í umhverfissköttum og –gjöldum sem og ráðstöfun fjármuna til loftslagsverkefna) myndi auka tiltrú á verkefninu.

Ísland virðist í of miklum mæli ætla að feta slóð skatta og banna, í stað stuðnings og samstarfs

Í aðgerðaáætlun í loftslagsmálum er sköttum, bönnum og kvöðum ætlað að ná fram stærstum hluta samdráttar. Ná þarf betra jafnvægi í samspili stuðnings og skatta/banna.