Orka er lykillinn að hagsæld
Orka
Samtaka um græna orku
- Aukin græn hagkvæm orkuframleiðsla
- Raunhæf markmið í loftslagsmálum sem taka mið af tækniþróun og stöðu orkumála
- Jákvæðir hvatar í stað skatta, boða og banna - byggjum meira, hagkvæmar og ódýrar
Forsenda græns vaxtarskeiðs er að næsta ríkisstjórnin tryggi aukið orkuframboð um 2,1 TWst
Orkuskiptin munu krefjast um 16 TWst, auk annarrar fyrirséðrar aukningar í eftirspurn um 6 TWst, samtals 22 TWst til 2050
Markmið um samdrátt í losun þurfa að taka mið af tækniþróun og stöðu orkumála
Markmið eru mikilvæg, þau varða veginn, þau þurfa þess vegna að vera raunhæf og skynsamleg
Ótímabær skattlagning getur leitt til óhagkvæmra fjárfestinga
Ef hagkvæm tækni er ekki til staðar getur græn skattlagning haft neikvæð þjóðhagsleg áhrif í formi slæmra fjárfestinga
Ísland virðist í of miklum mæli ætla að feta slóð skatta og banna, í stað stuðnings og samstarfs
Í aðgerðaáætlun í loftslagsmálum er sköttum, bönnum og kvöðum ætlað að ná fram stærstum hluta samdráttar. Ná þarf betra jafnvægi í samspili stuðnings og skatta/banna.