Stöðugleika strax
Stöðugleiki
Samtaka um
efnahagslegan stöðugleika
- Ríkisfjármál í jafnvægi - hallalaus ríkissjóður strax árið 2026
- Vinnumarkaður í jafnvægi - breytum umgjörð sáttasemjara
- Húsnæðismarkaður í jafnvægi - byggjum meira, hagkvæmar og ódýrar
Efnahagslegur stöðugleiki krefst jafnvægis í ríkisfjármálum
Fyrstu fjárlög nýrrar ríkisstjórnar ættu að vera hallalaus – vilji er allt sem þarf
Vaxtabyrði ríkissjóðs hefur hækkað umtalsvert síðastliðin ár
Sveiflukenndir markaðir hafa sýnt fram á mikilvægi hóflegra skulda til að lágmarka áhættu ríkissjóðs
Upptaka útgjaldareglu/stöðugleikareglu gæti aukið efnahagslegan stöðugleika
Útgjaldaregla er til þess fallin að koma betra jafnvægi á ríkisfjármál og þar með efnahagslífið í heild.
Næsta ríkisstjórn getur stuðlað að lækkun vaxta með bættri umgjörð á fjármálamarkaði
Draga þarf úr Íslandsálagi og tryggja sambærilegt regluverk og þekkist á hinum Norðurlöndunum
Efnahagslegur stöðugleiki krefst jafnvægis á vinnumarkaði
Launaþróun á Íslandi hefur ekki verið í samræmi við verðstöðugleika undanfarna áratugi
Óskilvirkt kjarasamningaumhverfi litar rekstur ríkissjóðs
Umbætur á vinnumarkaðsmódelinu skila auknum stöðugleika í ríkisfjármálum
Styrkja þarf embætti ríkissáttasemjara til að stuðla að góðri launamyndun og stöðugleika
Launaþróun í takti við verðmætasköpun stuðlar að hóflegri verðbólgu. Líta má á sjálfbæra launaþróun sem almannagæði.
Hið opinbera verður að fylgja launastefnu á almennum markaði við kjarasamningsgerð
Hið opinbera hefur verið of leiðandi við kjarasamningsgerð, einkum á sviði réttinda og skylda
Jafnari samkeppnisgrundvöllur
Efnahagslegur stöðugleiki krefst jafnvægis á húsnæðismarkaði
Áætlanir um íbúðauppbyggingu hafa ekki gengið eftir – aðeins fimm sveitarfélög mættu áætlaðri húsnæðisþörf á seinasta ári.
Miklar sveiflur á íbúðamarkaði endurspegla og magna upp ójafnvægi í efnahagslífinu
Til mikils er að vinna að draga úr slíkum sveiflum