Menntadagur atvinnulífsins

Menntadagur atvinnulífsins 2025

Störf á tímamótum

Menntadagur atvinnulífsins 2025 fer fram á Hilton Nordica þann 11. febrúar undir yfirskriftinni Störf á tímamótum.

Fjölbreyttar málstofur, 25 ára afmæli starfsmenntasjóða og Menntaverðlaun atvinnulífsins verða efst á baugi í ár og er öllum velkomið að taka þátt.

Dagurinn er samstarfsverkefni SA og allra aðildarsamtaka.

Skráning

Menntaverðlaun atvinnulífsins

Opið fyrir tilnefningar

Menntaverðlaun atvinnulífsins verða afhent á Hilton Nordica þriðjudaginn 11. febrúar 2025. Óskað er eftir tilnefningum um fyrirtæki sem hafa staðið sig vel á sviði fræðslu- og menntamála. Fyrirtækjum er velkomið að tilnefna sig sjálf.

Verðlaun eru sem fyrr veitt í tveimur flokkum. Menntafyrirtæki ársins er valið og menntasproti ársins útnefndur, en fyrirtæki sem tilnefnd eru verða að uppfylla ákveðin viðmið.

Athugið að einungis má tilnefna skráð aðildarfélög SA. Tilnefningar berist eigi síðar en þriðjudaginn 28. janúar.

Tilnefna fyrirtæki

Árangur úr atvinnulífinu

Fjölbreytt fyrirtæki miðla reynslu

Á Menntadegi atvinnulífsins í ár stendur til boða sérstakt markaðstorg fyrir fjölbreytta flóru fyrirtækja sem vilja miðla árangri sínum í fræðslu- og menntamálum til þátttakenda dagsins. T.d. fyrirtæki sem sérhæfa sig með vöru eða þjónustu fyrir menntakerfið eða fyrirtæki sem eru að gera góða hluti í mannauðsmálum á borð við ráðningarferli eða endurmenntun.

Opnað hefur verið fyrir umsóknir og rennur umsóknarfrestur út þann 31. janúar. Markaðstorgið verður fyrir framan aðalsal Hilton Nordica.

Sækja um þátttöku

25 ára afmæli

Starfsmenntasjóðir fagna árangri

Starfsmenntasjóður verslunar- og skrifstofufólks, Landsmennt og Starfsafl voru stofnaðir í kjölfar kjarasamninga aðila vinnumarkaðarins árið 2000.

Þeir hafa síðastliðin 25 ár aukið starfshæfni og menntunarstig starfsfólks á almennum vinnumarkaði og bætt samkeppnishæfni fyrirtækja.

Dagskrá Menntadagsins í ár mun heiðra starfsmenntasjóði fyrir frábæran árangur síðustu 25 ár.

Skráning er hafin

Taktu þátt í deginum