Kjaraviðræður
Mikill samhljómur í kringum landið
Samtök atvinnulífsins komu víða við á ferð sinni um landið. Samtökin heimsóttu Selfoss, Reykjanesbæ, Egilsstaði, Ísafjörð, Borgarnes, Reykjavík, Akureyri og Vestmannaeyjar. Fundir voru vel sóttir og ræddu þátttakendur hvernig ná mætti verðstöðugleika, sem leitt gæti til lægra vaxtastigs. Fyrst var því velt upp hvað aðilar vinnumarkaðarins gætu gert til að ná því markmiði, því næst stjórnvöld og að lokum almenningur og einstaka atvinnurekendur. Það sem einkenndi fundinn var hversu mikill samhljómur var á meðal gesta um þær áskoranir sem framundan eru og leiðirnar fram á við.
Hvað geta aðilar vinnumarkaðarins gert?
Áherslur funda:
- Samið til langs tíma innan þess svigrúms sem er til staðar í hagkerfinu til að auka stöðugleika og fyrirsjáanleika.
- Lagt áherslu á að verja kaupmátt til lengri tíma.
- Aukið samstarf og stuðlað að fagleri og dýpri umræðu.
- Hugsað út fyrir boxið. Launahækkanir eru ekki eina leiðin til að bæta kjör fólks.

Hvað geta stjórnvöld gert?
Áherslur funda:
- Hið opinbera má ekki vera leiðandi í launaþróun.
- Sýnt aðhald í opinberum rekstri og dregið úr kostnaði - farið vel með almannafé.
- Lækkað skatta og tryggingagjald.
- Forgangsraðað í þágu uppbyggingar innviða, sem standa undir hagvexti og styðja við framleiðniaukningu.
- Stuðlað að aukinni uppbyggingu íbúðar- og leiguhúsnæðis.

Hvað geta almenningur og einstakir atvinnurekendur gert?
Áherslur funda:
- Sýnt ráðdeild - ekki eytt um efni fram, dregið úr sóun og greitt niður skuldir.
- Útskýrt betur samhengi launabreytinga og verðhækkana.
- Átt virkt samtal um stöðu mála.
- Atvinnurekendur hagræði til að halda aftur af verðhækkunum.

Svipmyndir úr hringferðinni:
Reykjavík | Borgarnes | Ísafjörður | Egilsstaðir | Reykjanesbær | Selfoss | Akureyri | Vestmannaeyjar