Staða og sérkenni íslensks vinnumarkaðar
Febrúar 2025
Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri SA
Kæri félagsmaður.
Á Íslandi renna um 60% allrar verðmæta sem við sköpum til launafólks. Laun eru gjarnan einn stærsti útgjaldaliður íslenskra fyrirtækja að aðföngum undanskildum. Launakostnaður er jafnframt stærsti útgjaldaliður íslenska ríkisins eða hátt í helmingur, þegar lagður er saman beinn launakostnaður og fjárframlög til almannatrygginga sem nú stendur til að tengja við launavísitölu.
Það er því mikilvægt að félagsmenn Samtaka atvinnulífsins hafi greinargóðar upplýsingar um stöðu vinnumarkaðarins, gerð kjarasamninga og þróun launa við ákvarðanatöku.
Tilgangur þessara skýrslu er að veita heildstæðar upplýsingar um kjarasamninga, launaþróun, efnahagslegt svigrúm til launabreytinga, stöðuna á vinnumarkaði, samkeppnisstöðu atvinnulífsins á móti hinu opinbera og það regluverk sem snertir vinnumarkaðinn og vænta má á næstu árum í gegnum EES samninginn.
Það er von okkar að með þessari útgáfu sé fyrirtækið þitt betur í stakk búið til þess að taka góðar ákvarðanir þegar kemur að launamálum og styðja við hagsmunagæslu atvinnulífsins þegar kemur að framþróun íslensks vinnumarkaðar.
Vinnumarkaðurinn er einn lykilþátta í efnahagslífi hvers samfélags og hefur bein áhrif á lífskjör, hagvöxt og almenna velsæld einstaklinganna sem samfélagið byggja. Þróun hans er háð fjölmörgum þáttum á borð við efnahagsástand, tækniframfarir, lagaumhverfi og alþjóðlega strauma. Tilgangur þessarar skýrslu er að greina stöðu og þróun íslenska vinnumarkaðarins í víðu samhengi með áherslu á lykilþætti á borð við atvinnuþátttöku, launaþróun, félagslega þætti og regluverk.
Í upphafi árs 2024 var stefnumarkandi kjarasamningur undirritaður á almennum vinnumarkaði undir yfirskriftinni Stöðugleikasamningurinn. Markmið samningsaðila voru að styðja við minnkun verðbólgu og lækkun vaxta með kjarasamningum sem samræmast efnahagslegum stöðugleika. Sú launastefna sem skilgreind er í kjarasamningum er þó aðeins hluti sögunnar þar sem fleiri þættir ákvarða launamyndun í hagkerfinu.
Íslenskur vinnumarkaður á sér nokkur sérkenni og eru kostir hans fjölmargir. Til að mynda hefur atvinnuþátttaka jafnan verið mikil, atvinnuleysi lítið og menntunarstig hátt. Sterkur vinnumarkaður hefur átt sinn þátt í því að byggja upp öflugt hagkerfi og lífskjör sem eru meðal þeirra bestu á heimsvísu. Þó íslenskur vinnumarkaður teljist sterkur í alþjóðlegum samanburði eru viðvarandi áskoranir til staðar.
Um áratuga skeið hefur launaþróun á Íslandi verið úr takti við framleiðniþróun, sem stuðlar að aukinni verðbólgu og hærra vaxtastigi en ella. Umbætur á kjarasamningsumhverfinu gætu aukið skilvirkni við gerð kjarasamninga og stuðlað að bættu rekstrarumhverfi jafnt sem auknum kaupmætti launafólks. Íslenska þjóðin er ung í samanburði við önnur vestræn ríki en eldist hratt. Þessu fylgja áskoranir á vinnumarkaði þar sem hlutfallslega færri munu standa undir samneyslunni. Til að tryggja áfram mikla atvinnuþátttöku þarf að fyrirbyggja brotthvarf af vinnumarkaði og styðja betur við endurkomu þeirra sem falla út af vinnumarkaði vegna tímabundinna veikinda.
Áskoranir eru yfirstíganlegar með samstilltu átaki aðila vinnumarkaðarins og stjórnvalda. Ef rétt er haldið á spilum mun íslenskur vinnumarkaður áfram dafna og tryggja hagsæld og tækifæri á Íslandi.
Langtímasamningur með fyrirsjáanleika og efnahagslegan stöðugleika að leiðarljósi
Stefnumarkandi kjarasamningar voru undirritaðir í upphafi árs 2024 undir yfirskriftinni Stöðugleikasamningurinn. Samningurinn er til fjögurra ára með gildistímann 1. febrúar 2024 til 31. janúar 2028. Samningnum var ætlað að auka fyrirsjáanleika og stöðugleika í efnhagslífinu, enda voru samningsaðilar sammála um að eitt mikilvægasta verkefnið á þessum tíma væri að stuðla að minnkandi verðbólgu og lægra vaxtastigi.
Breyting milli ára (%)
Lágmarkshækkun mánaðarlauna fyrir dagvinnu er 23.750 kr. á hverju ári
Ár | kr. |
---|---|
2024 | 106.000 |
2025 | 110.000 |
2026 | 114.000 |
2027 | 118.000 |
Ár | kr. |
---|---|
2024 | 58.000 |
2025 | 60.000 |
2026 | 62.000 |
2027 | 64.000 |
Hækkun grunnlaunataflna | 1.2.2024 | 1.1.2025 | 1.1.2026 | 1.1.2027 |
---|---|---|---|---|
Launatöflur iðnaðarmanna, % upp að kr. 590.525 kr. | 5,4% | 5,1% | 4,9% | 4,6% |
SGS/Efling/VR/LÍV launatafla, % laun upp að 453.439 kr. | 5,9% | 5,6% | 5,3% | 5,0% |
Almenn hækkun og hækkun launataxta yfir viðmiðum | 1.2.2024 | 1.1.2025 | 1.1.2026 | 1.1.2027 |
---|---|---|---|---|
Almenn hækkun | 3,25% | 3,5% | 3,5% | 3,5% |
Lágmarkshækkun | 23.750 | 23.750 | 23.750 | 23.750 |
Skurðpunktur | 730.769 | 678.571 | 678.571 | 678.571 |
Kauptaxtahópum veitt hlutdeild í launaskriði á almennum vinnumarkaði
Launaauki byggður á þróun framleiðni
Þá þarf uppsafnaður hagvöxtur jafnframt að vera jákvæður miðað við grunnárið 2023. Það skiptir máli þegar við horfum til þeirrar útfærslu sem samþykkt var á hagvaxtarauka í Lífskjarasamningnum í apríl 2019. Það var stór áfangi þegar samið var um tengingu launaþróunar við efnahagsaðstæður í hagkerfinu í kjarasamningum. Með framleiðniaukanum er verið að þróa hugmyndafræðina frekar og girða fyrir ýmsa vankanta, svo sem þá að til greiðslu hagvaxtarauka hafi komið þrátt fyrir að verðmætasköpun á mann hafi ekki aukist, litið til lengri tíma en eins árs í senn. Við gerð Stöðugleikasamningsins voru samningsaðilar sammála um að innistæða þurfi að vera fyrir slíkum hækkunum.
Framleiðnivöxtur | Framleiðniauki |
---|---|
>2,0% | +0,35% |
>2,5% | +0,70% |
>3,0% | +1,05% |
Framleiðniauki er hlutfallslegur (%) og leggst á laun með sama hætti og almennar hlutfallshækkanir kjarasamninga gera.
Viðmið um verðbólgu
Styrkir forsendur og endurmetur
Launahækkanir sem samræmast efnahagslegum forsendum stuðla að hóflegri verðbólgu og þar með lægra vaxtastigi
Breyting frá fyrra ári (%)
Þróun launavísitölu ræðst að hluta af launastefnunni sem mörkuð er í samningunum og spennu á vinnumarkaði
Á almennum vinnumarkaði (árlegur kostnaðarauki í %)
Að jafnaði þróast launavísitalan fremur í takt við hækkun lægstu taxta en kostnaðarmat kjarasamninga
Ársbreyting (%)
Kostnaðarmatið er fyrir ASÍ á almennum markaði. Sá hluti súlanna sem er umfram matið er vegna meiri áhrifa krónutöluhækkana en hjá heildinni, innbyggðra hækkana kjarasamninga vegna starfsaldurs, breytinga á launaflokkum og launaskriðs
Frá árinu 2005 hefur fjölgað á vinnumarkaði um tæplega 60 þúsund manns
Fjöldi og hlutfall af mannfjölda á aldrinum 16-74 ára (%)*
Atvinnuþátttaka vísar til hlutfalls vinnuaflsins (starfandi og í atvinnuleit) af heildarfjölda einstaklinga á vinnufærum aldri
Lönd innan OECD, 2023
Atvinnuþátttaka karla er almennt meiri en kvenna, en atvinnuþátttaka kvenna á Íslandi er meiri en karla á hinum Norðurlöndunum
Atvinnuþátttaka er mikilvægur mælikvarði á virkni vinnumarkaðarins. Mikil atvinnuþátttaka stuðlar að auknum hagvexti og bættri framleiðni ásamt því sem hún dregur úr álagi á velferðarkerfi. Lítil atvinnuþátttaka bendir aftur á móti til undirliggjandi vandamála á borð við skort á störfum eða ójafnra tækifæra á vinnumarkaði.
Næstfjölmennasta atvinnugreinin er heild- og smásöluverslun
%, 2024
Á tveimur áratugum jókst hlutfall innflytjenda á vinnumarkaði úr 7% í 24%
Fjöldi starfandi (v. ás) og hlutfall innflytjenda á vinnumarkaði % (h. ás)
Hvergi innan OECD hefur hlutfallslegur vöxtur aðfluttra verið meiri en á Íslandi undanfarinn áratug. Mikill meirihluti innflytjenda, eða um 80%, hefur komið frá EES svæðinu á tímabilinu og hefur aðflutt vinnuafl stutt við sterkan hagvöxt undanfarinna ára með því að stemma stigu við vinnuaflsskorti í hinum ýmsu atvinnugreinum. Atvinnuþátttaka innflytjenda er hvergi meiri innan OECD en þó samanstendur stór hluti atvinnulausra af innflytjendum.
Breytt samfélagsgerð hefur ekki verið án áskorana og hefur ör fólksfjölgun t.a.m. skapað þrýsting á innviði á borð við húsnæðismarkað, mennta- og heilbrigðiskerfi. Þá eru vísbendingar um að hægt sá að nýta færni innflytjenda betur. Meira en þriðjungur hámenntaðra innflytjenda býr yfir hæfni umfram þá sem störf þeirra krefjast, sem er talsvert hærra hlutfall en hjá innfæddum. Takmörkuð íslenskukunnátta virðist skýra þessa stöðu að hluta. Heildstæð stefnumótum stjórnvalda hvað þetta varðar getur stuðlað að árangursríkri aðlögun innflytjenda og afkomenda þeirra að íslensku samfélagi.
Erlendu vinnuafli á Íslandi mun líklega fjölga á næstu fimm árum
Hlutfall fyrirtækja í % (v. ás) og hlutfallsleg fjölgun stöðugilda næstu fimm árin
Hlutfall innflytjenda í fjármála- og vátryggingarstarfsemi er hverfandi
Fjöldi starfandi (þúsundir, v.ás) og hlutfall (%, h.ás) eftir bakgrunni, 2024
Hlutfallslega fæstir starfa í sjávarútvegi og fjármálageiranum
Atvinnuleysi tók stökk á tímum heimsfaraldurs hér eins og annars staðar en nálgast nú það sem kalla má jafnvægisatvinnuleysi
Mælt og skráð atvinnuleysi* (% af vinnuafli)
Atvinnuleysi er töluvert minna hér á landi en að meðaltali í OECD ríkjum og það minnsta á Norðurlöndunum.
Lönd innan OECD, 2023
Gæta þarf jafnvægis milli fjárhagslegs stuðnings í atvinnuleysi og hvata til atvinnuleitar
Lönd innan OECD, 2023.
Frá árinu 2022 hefur dregið úr spennu, þar sem lausum störfum á hvern atvinnulausan hefur fækkað.
Fjöldi lausra starfa á hvern atvinnulausan, ársfjórðungsgögn
Fyrir COVID-19 var hlutfallið á bilinu 25-35% en eftir að heimsfaraldurinn skall á hefur það haldist yfir 40%.
Hlutfall af heildarfjölda starfandi (%), ársfjórðungsleg gögn.
Á Íslandi er að jafnaði lítið atvinnuleysi sem helst yfirleitt í hendur við minni uppsagnarvernd
OECD, 2019
OECD gefur reglulega út mælikvarða um vernd starfsmanna, sem metur bæði fjölda reglna og hversu strangar þær eru. Reglurnar taka tillit til verndar gegn uppsögnum, kostnaðar við starfslok og takmarkana á tímabundnum ráðningum. Á Íslandi gilda sérstök lög um hópuppsagnir, jafnframt eru takmarkanir á því af hvaða ástæðum eða undir hvaða kringumstæðum atvinnurekanda er heimilt að segja starfsfólki upp. Þá er kveðið á um uppsagnarfresti í kjarasamningum.
Á Íslandi ríkir minni uppsagnarvernd en í flestum öðrum Evrópuþjóðum. Atvinnuleysi hefur jafnan verið lítið á Íslandi og því almennt næg atvinnutækifæri til staðar fyrir þá sem verða fyrir atvinnumissi. Þó ber að hafa í huga að uppsagnarvernd opinberra starfsmanna er talsvert ríkari en starfsfólks á almennum vinnumarkaði á Íslandi.
Aðild að stéttarfélögum hefur aukist hér á landi á meðan hún hefur dregist saman á hinum Norðurlöndunum
Hlutfall af heildarfjölda starfsmanna (%)
Hlutfall af heildarfjölda starfandi, 16-74 ára
Fjöldi
Sí- og endurmenntun eykur hæfni starfsfólks og dregur úr hættu á atvinnumissi vegna tækniframfara og sjálfvirknvæðingar
Ísland sker sig úr með sterka stöðu ungs fólks á vinnumarkaði eða í námi innan OECD
15-29 ára sem hlutfall (%) af fólki í sama aldursflokki. Lönd innan OECD, 2022
Samtök atvinnulífsins bjóða atvinnurekendum að nýta sér gagnvirkar aðferðir til að fá yfirsýn yfir launaþróun og launatengd gjöld. Í reiknivélum má annars vegar reikna launaseðilinn með launatengdum gjöldum eftir ólíkum forsendum og hins vegar sjá hvernig laun hafa þróast hérlendis með vísitölum launa.
Hægt er að skoða reiknivélarnar á vinnumarkaðsvef SA .
Markmið KTN er að fyrir liggi áreiðanlegar upplýsingar um laun og efnahag sem nýtast við undirbúning og eftirfylgni kjarasamninga á hverjum tíma.
Vinnumarkaðurinn skiptist í grunninn í almennan og opinberan vinnumarkað. Launagreiðendur og stéttarfélög semja um kaup og kjör í kjarasamningum sem mynda lágmarkskjör fyrir þá sem þeir taka til.
Réttindi og skyldur launafólks og launagreiðenda á íslenskum vinnumarkaði grundvallast aðallega á kjarasamningum sem byggðir eru ofan á lágmarksreglur í lögum. Vinnumarkaðurinn á Íslandi skiptist í grunninn í almennan og opinberan vinnumarkað. ASÍ eru heildarsamtök stéttarfélaga á almennum vinnumarkaði, BSRB eru stærstu heildarsamtök opinberra starfsmanna, þar á eftir koma BHM og KÍ.
Umboð til kjarasamningagerðar liggur hjá hverju og einu stéttarfélagi sem þó framselja oft á tíðum umboðið til heildarsamtaka. Stéttarfélög fara starfa einnig oft í sameiningu, jafnvel þvert á heildarsamtök, við kjarasamningagerð en þá er talað um að þau séu í samfloti við kjarasamningaborðið. Helstu viðsemjendur stéttarfélaga eru Samtök atvinnulífsins á almennum markaði og fjármála- og efnhagsráðherra, Samband íslenskra sveitarfélaga og Reykjavíkurborg á opinberum vinnumarkaði.
Heimild: KTN, Kjaratölfræðinefnd
Heimild: KTN, Kjaratölfræðinefnd
Á meðal efnis sem finna má í skýrslum KTN er yfirlit yfir launaþróun á yfirstandandi samningstímabili ásamt útlistun á því sem samið var um í stærstu kjarasamningum á almennum og opinberum markaði
Launahækkun og vinnutímastytting, (%)
Lægstu launin hafa hækkað hlutfallslega mest
Launahækkanir umfram framleiðni er eitt af einkennum íslenska vinnumarkaðarins
Vísitala launakostnaðar á hverja framleidda einingu, 1991 = 100
Í evrum, 2023
Kostnaðurinn hefur vaxið mest á Íslandi á undanförnum árum
evrur
evrur
Samtök atvinnulífsins hafa tekið saman reiknivél sem sýnir niðurbrot á launaseðli. Einstaklingar geta sett inn forsendur um helstu kjarasamninga, framlög í lífeyrissjóði, mismunandi orlofsfríðindi og önnur fríðindi. Út kemur heildarkostnaður og útborguð laun, miðað við umsamin mánaðarlaun.
Hægt er að skoða reiknivélina á vinnumarkaðsvef SA .
Annarsvegar hefur verið samið um greiðslu ýmissa sjóðagjalda í kjarasamningum og hins vegar eru sum þeirra bundin í lög. Þessi gjöld reiknast oftast af heildarlaunum viðkomandi starfsmanns og ber atvinnurekendum að standa skil á þeim í takt við ákvæði laga eða kjarasamninga.
Sjúkrasjóður
Gjald í sjúkrasjóð er nú í flestum kjarasamningum 1% af heildarlaunum starfsmanns. Gjaldið rennur í sjóði þeirra stéttarfélaga sem starfsmenn eiga aðild að. Tilgangur sjúkrasjóðs er fyrst og fremst að greiða félagsmanni bætur í sjúkra- og slysatilfellum eftir að launagreiðslum frá atvinnurekanda lýkur en þar að auki geta félagsmenn sótt um allskyns styrki úr sjóðunum.
Orlofsheimilasjóður
Gjald í orlofsheimilasjóð er í flestum kjarasamningum 0,25% af launum starfsmanns. Orlofsheimilasjóður stendur undir kaupum og rekstri á orlofshúsum stéttarfélaga. Einnig styrkja orlofssjóðir margra stéttarfélaga félagsmenn sína við kaup á orlofsferðum innanlands og utan.
Starfsendurhæfingarsjóður (VIRK)
Lögbundið gjald er 0,13% af launum en gjaldið hefur verið 0,1% skv. bráðabirgðaákvæði laga. Sjá nánar um VIRK í kaflanum um félagslega þætti.
Starfsmenntasjóður/Fræðslusjóður
Gjöld til starfsmenntasjóða eru kjarasamningsbundin og eru þau mjög mismunandi eftir kjarasamningum. Dæmi um algengt gjald er 0,3% af heildarlaunum í kjarasamningum SA og stéttarfélaga verkafólks / verslunarmanna en gjaldið er hærra í samningum iðn- og tæknifólks. Bæði atvinnurekendur og starfsfólk hafa rétt til þess að sækja styrki í sjóðina. Markmið fræðslusjóða er að auka hæfni og menntun starfsfólks ásamt því að stuðla að auknu framboði á námi og námsefni sem er í takt við þarfir atvinnulífsins.
Fjölgunin hjá hinu opinbera er fremur stöðug - sveiflur á vinnumarkaði skýrast fyrst og fremst af sveiflum á almenna markaðinum
Hlutfall (%) starfandi hjá hinu opinbera af heildarfjölda starfandi, 2021
Ársvöxtur (%) í fjölda starfandi eftir rekstrarformum
Mismunandi mælikvarðar á starfsmenn hins opinbera sýna svipaða þróun, en ætla má að hlutdeild hins opinbera á vinnumarkaði sé að jafnaði um 30%.
%
Breyta þarf lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins og stjórnsýslulögum til að auka sveigjanleika í ríkisrekstri
Atvinnurekendur á almennum vinnumarkaði keppa við ríkið um hæft starfsfólk
Stílfært dæmi
Ólík lagaumgjörð almenna og opinbera markaðarins
Almennur vinnumarkaður | Opinber vinnumarkaður |
---|---|
Lög um stéttarfélög og vinnudeilur nr. 80/1938 | Lög um kjarasamninga opinberra starfsmanna nr. 94/1986 |
Lög um rétt verkafólks til uppsagnarfrests frá störfum og til launa vegna sjúkdóma- og slysaforfalla nr. 19/1979 | Lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 70/1996 |
Lög um starfskjör launafólks og skyldutryggingu lífeyrisréttinda nr. 55/1980 | Stjórnsýslulög nr. 37/1993 |
Almennur vinnumarkaður | Opinber vinnumarkaður |
---|---|
Ekki skylt að auglýsa eða ráða eftir efni auglýsingar. | Skylt að auglýsa og ráða eftir efni auglýsingar. Byggist á lagaákvæði hjá ríkisstarfsmönnum en er kjarasamningsbundið hjá starfsfólki sveitarfélaga. |
Almennur vinnumarkaður | Opinber vinnumarkaður |
---|---|
Réttindi og skyldur eru almennt kjarasamningsbundinn. Kjarasamningum er veitt gildi sem lágmarks kjör í tilteknum starfsgreinum. Innan þeirra marka sem kjarasamningar og löggjöf setja fer um kjör eftir því sem aðilar ráðningarsamningsins koma sér saman um. | Kjarasamningum veitt gildi sem lágmarkskjör. Umsamin laun í kjarasamningum er í raun bæði lágmarks og hámarkslaun, m.a. á grundvelli jafnræðisreglu stjórnsýsluréttar. |
Almennur vinnumarkaður | Opinber vinnumarkaður |
---|---|
Réttindi byggð á kjarasamningum og skv. lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, nr. 129/1997, þó geta áunnin lífeyrisréttindi breyst eftir starfslok ef staða sjóðsins fullnægir ekki þeim skilyrðum um eignastöðu sem lögin kveða á um. | Stór hópur sjóðfélaga í lífeyrissjóðum starfsmanna hins opinbera er með talsvert betri réttindi en sjóðfélagar í hinum almennu lífeyrissjóðum. |
Almennur vinnumarkaður | Opinber vinnumarkaður |
---|---|
Uppsagnarréttur er umsaminn í kjarasamningum. Almennt engin ákvæði um sérstaka uppsagnarvernd í kjarasamningum á almennum markaði. | Lög nr. 70/1996 og stjórnsýslulög nr. 37/1993 veita starfsmönnum ríkisins sérstaka uppsagnarvernd. Starfsfólk sveitarfélaga nýtur hins vegar sérstakrar uppsagnarverndar á grundvelli stjórnsýslulaga og í kjarasamningum. |
Undantekningar í sérlögum s.s. lögum um fæðingar- og foreldraorlof, og um fámenna hópa t.d. trúnaðarmenn stéttarfélaga skv. lögum nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur. | Skylt að veita starfsmönnum áminningu fyrir uppsögn eigi uppsögnin rætur að rekja til persónu starfsmannsins. Áður en áminning er veitt skal veita starfsmanni andmælarétt. |
Almennur vinnumarkaður | Opinber vinnumarkaður |
---|---|
Lög um stéttarfélög og vinnudeilur nr. 80/1938 veita stéttarfélögum heimild til verkfalla og atvinnurekendum til verkbanns. | Lög um kjarasamninga opinberra starfsmanna nr. 94/1986 veita atvinnurekendum engar heimildir til verkbanns í vinnudeilu. |
Launaþróun í takti við verðmætasköpun stuðlar að hóflegri verðbólgu. Líta má á sjálfbæra launaþróun sem almannagæði.
75% telja þörf á breytingum
Umbætur á vinnulöggjöf myndu stuðla að skilvirkari kjarasamningagerð.
Tillögur til breytinga á valdheimildum ríkissáttasemjara
Tillögur til að efla vinnumarkaðslíkanið
Tillögur til breytinga á uppsagnarvernd opinberra starfsmanna
Hlutfallslegur munur hæstu og lægstu launa hefur farið minnkandi á almenna og opinbera markaðinum undanfarinn áratug
Hlutfall milli heildarlaunasummu launafólks í efsta og neðsta tíundahluta
Meðal hátekjuríkja er launajöfnuður hvergi meiri en á Norðurlöndunum
Hlutfall milli launa 9. tekjutíundar og 1. tekjutíundar, 2021
Leiðréttur launamunur stóð í 3,6% árið 2023 samkvæmt rannsókn Hagstofunnar
%
Karlar vinna að jafnaði lengri vinnutíma en konur og vinna jafnframt meiri yfirvinnu
Samtök atvinnulífsins studdu jafnlaunastaðalinn og komu að mótun hans en studdu ekki lögfestingu staðalsins
Jafnlaunavottun var lögfest með séríslenskum jafnlaunastaðli og lögum nr. 56/2017 sem tóku gildi 1. janúar 2018. Markmiðið með lögbundinni jafnlaunavottun var að vinna gegn kynbundnum launamun og stuðla að jafnrétti á vinnumarkaði. Staðlinum er enn fremur ætlað að auðvelda fyrirtækjum og stofnunum að formfesta launaákvarðanir og tryggja að launaákvarðanir byggi á málefnalegum sjónarmiðum og feli ekki í sér kynbundna mismunun.
Rík ástæða er hins vegar til að efast um að lögfesting jafnlaunastaðalsins hafi marktæk áhrif á kynbundinn launamun. Helsta skýring munarins sem eftir stendur er kynbundinn vinnumarkaður - hlutfall kynja eftir starfsstéttum er ólíkt. Mishá laun milli starfsgreina og fyrirtækja hafa þannig áhrif á launamun milli kynjanna þó að enginn kynbundinn launamunur sé til staðar innan starfsgreina eða fyrirtækja, eins og vottuninni er ætlað að stuðla að.
Sjónarmið SA gegn lögfestingu jafnlaunavottunar
Talsverður munur er á kostnaði fyrirtækja við jafnlaunavottun og jafnlaunastaðfestingu
Um fjórðungur þeirra sem standa utan vinnumarkaðar eru öryrkjar og fatlaðir
Hlutfall fólks, 16-74 ára, utan vinnumarkaðar eftir meginstöðu, 2023.
Vandinn eykst samhliða brottfalli af vinnumarkaði vegna aldurs
M.v. miðspá mannfjöldaspá Hagstofu Íslands (miðgildi)
Hjá TR
Fjöldi þeirra sem eru metnir 75% öryrkjar jafngildir nú um 9% af vinnuafli
Stofnun VIRK, lengdur réttur til endurhæfingarlífeyris og breyttar áherslur hjá TR hafa skilað árangri
Allt að 1.800 einstaklingar hafa útskrifast árlega og þar af um 80% farið í vinnu, atvinnuleit eða nám að þjónustu lokinni
Á kvarðanum 0-10
Greiðslur atvinnurekenda vara í 13-30 daga á hinum Norðurlöndunum
Á hinum Norðurlöndunum er unnið með virkum hætti að endurkomu starfsmanns með tímasettri áætlun og endurmati
Helstu tilskipanir
Tilskipun um bætt starfsskilyrði lausráðinna/verktaka (e. platform workers) (Directive 2024/2831)
Tilskipun um gagnsæ og fyrirsjáanleg vinnuskilyrði (Directive 2019/1152)
Tilskipun um jafnvægi milli vinnu og einkalífs foreldra og umönnunaraðila (Directive 2019/1158)
Launagagnsæistilskipunin (Directive 2023/970)