Áherslur SA

Það er skoðun Samtaka atvinnulífsins að hátt menntunarstig stuðli að öflugu atvinnulífi; atvinnulífið á stefnumót við menntakerfið. Þannig sköpum við sterkara nýsköpunar- og rannsóknarumhverfi sem skilar aukinni framleiðni og samkeppnishæfni, enn fjölbreyttara atvinnulífi og betri lífskjörum. Þannig mótum við samfélag sem verður eftirsóknarvert fyrir unga fólkið okkar og fyrirtækin til að starfa í.

Atvinnulífið vill axla ábyrgð og koma í auknum mæli að stefnumótun og uppbyggingu menntakerfisins líkt og það hefur þegar gert innan fullorðinsfræðslunnar við að hækka menntastig innan fyrirtækja og í samfélaginu með faglegri nálgun.

Atvinnulífið vill í samvinnu við skóla stuðla að aukinni menntun og nýsköpun með því að kynna nemendum á öllum skólastigum eiginleika starfa og veita þeim sem stunda starfsnám haldgóða þjálfun á vinnustað. Á þann  hátt er skólum auðveldað að undirbúa nemendur undir fjölbreytt framtíðarstörf.

SA vilja að samfélagið setji sér markmið um að hækka menntunarstig þjóðarinnar þannig að 80% einstaklinga hafi aflað sér viðurkenndrar menntunar á framhaldsskólastigi fyrir 25 ára aldur.

Nánar um áherslur SA.